Sólin Sólin Rís 06:38 • sest 20:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:52 • Síðdegis: 22:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:41 • Síðdegis: 15:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:38 • sest 20:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:52 • Síðdegis: 22:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:41 • Síðdegis: 15:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?

Lára G. Sigurðardóttir, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson

Fyrsti vísirinn að rafsígarettum (e. electronic cigarettes) í þeirri mynd sem við þekkjum í dag má rekja aftur til ársins 1965 þegar Ameríkaninn Herbert A. Gilbert fékk einkaleyfi fyrir „reyklausa sígarettu án tóbaks“, en græjan hitaði upp rakt bragðbætt loft. Hraðspólum nú til síðustu aldamóta í Kína. Lyfjafræðingurinn Hon Lik hafði fylgt föður sínum til grafar, en þeir voru báðir stórreykingamenn. Hon var staðráðinn að finna upp græju sem gæti leyst sígarettur af hólmi, líkt og stafrænu myndavélarnar útrýmdu næstum því filmumyndavélum. Fyrstu rafsígaretturnar komu á markað í Kína árið 2004 og breiddust í kjölfarið hratt út í Bandaríkjunum og Evrópu á árunum 2006 og 2007.

Af þessu er ljóst að tiltölulega stutt er síðan rafsígarettur ruddu sér til rúms og ekki öll kurl komin til grafar um langtímaáhrif þeirra. Helstu lífsstílssjúkdómar koma fram áratugum eftir að fólk er útsett fyrir óheilbrigðum lífsstíl. Auk þess þarf að sýna fram á orsakasamband með rannsóknum, sem tekur enn fleiri áratugi að leiða til lykta. Þrátt fyrir að rannsóknir séu tiltölulega stutt á veg komnar eru þó komnar fram vísbendingar um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar, sérstaklega á lungu, hjarta og heila.

Tiltölulega stutt er síðan rafsígarettur ruddu sér til rúms og ekki eru öll kurl komin til grafar um langtímaáhrif þeirra. Þó eru komnar fram vísbendingar um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar, sérstaklega á lungu, hjarta og heila.

Lungu

Fjöldi efna berast með rafsígarettureyk (til dæmis þungmálmar, lífræn efnasambönd og bragðefni) sem geta sett af stað bólgusjúkdóm í lungum og skaðað þau með margvíslegum hætti. Ungt fólk sem byrjar að veipa er líklegra til að þróa með sér bólgusjúkdóm í öndunarfærum, til dæmis viðvarandi astma eða berkjubólgu með tilheyrandi ertingu í öndunarvegi, hósta, aukinni sýkingarhættu og öndunarfæraerfiðleikum. Árið 2019 kom upp faraldur lungnasjúkdóms sem nefndur var EVALI (e. E-cigarette or vaping-associated lung injury) þar sem þúsundir rafsígarettunotenda þróuðu með sér lífshættulegan lungnaskaða. Meginskaðvaldurinn var rakinn til vítamín E acetate-olíu sem leyndist í ólöglegum rafsígarettuvökva.

Helstu langtímaáhrif á lungu sem vísindamenn hafa áhyggjur af er langvinnur lungnasjúkdómur (e. COPD) og lungnakrabbamein, en genarannsóknir hafa sýnt að nikótínviðtakar í lungum tengjast lungnakrabbameini með því að hafa áhrif á frumuendurnýjun og sjálfsát (e. apoptosis). Auk þess hafa fundist krabbameinsvaldandi efni í rafsígarettuvökva, til dæims formaldehýð, asetaldehýð, acrolein og nitrosamine. Þessi efni geta skaðað erfðaefni og valdið stökkbreytingum, sem eru fyrstu skref krabbameinsmyndunar. Til dæmis þróuðu mýs sem voru útsettar fyrir rafsígarettuvökva með sér lungnakrabbamein í einni rannsókn.

Vert er að geta þess að margir nota veip samhliða sígarettureykingum, sem getur haft samlegðaráhrif á þann hátt að hætta á lungnasjúkdóm eykst meira en ef annað hvort væri eingöngu notað.

Fjöldi efna, til dæmis þungmálmar, lífræn efnasambönd og bragðefni, berast með rafsígarettureyk og geta sett af stað bólgusjúkdóm í lungum og skaðað þau með margvíslegum hætti. Ungt fólk sem byrjar að veipa er líklegra til að þróa með sér bólgusjúkdóm í öndunarfærum.

Hjarta

Rafsígarettur innihalda gjarnan nikótín sem er örvandi efni. Það eykur hjartslátt og blóðþrýsting og ýtir undir streituástand í líkamanum með tilheyrandi auknu álagi á hjarta og æðakerfi. Nikótín hefur einnig æðaherpandi áhrif og eru vísbendingar um að daglegar rafsígarettureykingar geti dregið úr blóðflæði til hjartans við álag (til dæmis við líkamsrækt), aukið stífleika æða (m.þ.a. hamla losun nituroxíðs) og ýtt undir æðakölkun. Þessi áhrif, ásamt auknu oxunarálagi sem fylgir rafsígarettureykingum, geta aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, meðal annars hjartaáfalli og hjartabilun. Í rannsókn einni sáust hjartabilunareinkenni eftir að einstaklingar önduðu að sér rafsígarettuvökva í um sjö mínútur, bæði í hvíld og við líkamlegt álag.

Bragðefni koma einnig við sögu og eru talin hafa eitrunaráhrif á hjartavöðva og æðakerfið. Dýrarannsóknir hafa sýnt að bragðefnin geta ýtt undir hjartsláttaróreglu með því að breyta raf- og byggingarendurnýjunarferli hjartavöðvans.

Að ofansögðu er ljóst að vísbendingar eru um að rafsígarettureykingar geti aukið nokkra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, líkt og sígarettureykingar því undirliggjandi ferlar eru svipaðir.

Vísbendingar eru um að rafsígarettureykingar geti aukið nokkra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma líkt og sígarettureykingar, því undirliggjandi ferlar eru svipaðir.

Heili

Nikótín er öflugt taugaeitur sem er þekkt fyrir að skerða þroska og starfsemi heilans, sérstaklega hjá börnum og ungmennum sem eru að taka út þroska langleiðina til þrítugs. Dýrarannsóknir sýna að nikótín getur endurvírað taugabrautir í framheilanum á þann hátt að athyglisgáfa minnkar, hvatvísi eykst og skapsveiflur koma fram við lítið tilefni. Þessu fylgir skert lærdómsgeta og aukin hætta á kvíðasjúkdómum síðar á ævinni hjá fólki sem venst ungt að nota nikótín.

Dýrarannsóknir hafa einnig sýnt fram á að nikótín truflar eðlilegan þroska heilans sem getur leitt til vitsmunaskerðingar og hegðunarvandamála. Auk þess er ungt fólk sem notar nikótín líklegra til að byrja að reykja síðar á ævinni og neyta annarra fíkniefna. Þunglyndi og önnur geðvandamál geta einnig komið fram því nikótín raskar jafnvægi taugaboðefna sem stjórna geðslagi.

Til viðbótar hafa vísindamenn haft áhyggjur af lífshættulegu magni þungmálma, til dæmis blý, arsen, króm og nikkel, sem mælist reglulega í rafsígarettuvökva. Blý getur haft óafturkræf skaðleg áhrif á heilastarfsemi, sérstaklega hjá börnum, en á því eru engin örugg mörk. Blý er þessi eðlis, að þegar það er komið í líkamann, þá situr það fast þar.

Þegar allt kemur til alls

Söluaðilar kynna rafsígarettur sem öruggan valkost í samanburði við sígarettur. Aftur á móti vilja margir vísindamenn banna vöruna því þótt hún sé skaðminni en sígarettur á einhvern hátt, þá er hún langt frá því að vera skaðlaus. Nikótín er til dæmis alltaf skaðlegt heilsu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Framtíðin á þó eftir að leiða betur í ljós hversu skaðlegar rafsígarettur raunverulegar eru, því rannsóknir á langtímaáhrifum eru skammt á veg komnar.

Rannsóknir sýna að rafsígarettur hafa ekki reynst gagnlegar til að hætta sígarettureykingum. Þvert á móti er tilhneigingin sú að innbyrða meira nikótín, en eingöngu var gert með sígarettum. Það er kannski best lýsandi að uppfinningamaður rafsígaretta, Hok Lik, byrjaði aftur að reykja sígarettur - samhliða rafsígarettum.

Heimildir:

Myndir:

Höfundar

Lára G. Sigurðardóttir

læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Karl Andersen

prófessor í hjartalækningum við HÍ

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

2.4.2025

Spyrjandi

Mikael Máni Ólafsson

Tilvísun

Lára G. Sigurðardóttir, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson. „Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2025, sótt 3. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87458.

Lára G. Sigurðardóttir, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson. (2025, 2. apríl). Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87458

Lára G. Sigurðardóttir, Karl Andersen og Tómas Guðbjartsson. „Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2025. Vefsíða. 3. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87458>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?
Fyrsti vísirinn að rafsígarettum (e. electronic cigarettes) í þeirri mynd sem við þekkjum í dag má rekja aftur til ársins 1965 þegar Ameríkaninn Herbert A. Gilbert fékk einkaleyfi fyrir „reyklausa sígarettu án tóbaks“, en græjan hitaði upp rakt bragðbætt loft. Hraðspólum nú til síðustu aldamóta í Kína. Lyfjafræðingurinn Hon Lik hafði fylgt föður sínum til grafar, en þeir voru báðir stórreykingamenn. Hon var staðráðinn að finna upp græju sem gæti leyst sígarettur af hólmi, líkt og stafrænu myndavélarnar útrýmdu næstum því filmumyndavélum. Fyrstu rafsígaretturnar komu á markað í Kína árið 2004 og breiddust í kjölfarið hratt út í Bandaríkjunum og Evrópu á árunum 2006 og 2007.

Af þessu er ljóst að tiltölulega stutt er síðan rafsígarettur ruddu sér til rúms og ekki öll kurl komin til grafar um langtímaáhrif þeirra. Helstu lífsstílssjúkdómar koma fram áratugum eftir að fólk er útsett fyrir óheilbrigðum lífsstíl. Auk þess þarf að sýna fram á orsakasamband með rannsóknum, sem tekur enn fleiri áratugi að leiða til lykta. Þrátt fyrir að rannsóknir séu tiltölulega stutt á veg komnar eru þó komnar fram vísbendingar um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar, sérstaklega á lungu, hjarta og heila.

Tiltölulega stutt er síðan rafsígarettur ruddu sér til rúms og ekki eru öll kurl komin til grafar um langtímaáhrif þeirra. Þó eru komnar fram vísbendingar um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar, sérstaklega á lungu, hjarta og heila.

Lungu

Fjöldi efna berast með rafsígarettureyk (til dæmis þungmálmar, lífræn efnasambönd og bragðefni) sem geta sett af stað bólgusjúkdóm í lungum og skaðað þau með margvíslegum hætti. Ungt fólk sem byrjar að veipa er líklegra til að þróa með sér bólgusjúkdóm í öndunarfærum, til dæmis viðvarandi astma eða berkjubólgu með tilheyrandi ertingu í öndunarvegi, hósta, aukinni sýkingarhættu og öndunarfæraerfiðleikum. Árið 2019 kom upp faraldur lungnasjúkdóms sem nefndur var EVALI (e. E-cigarette or vaping-associated lung injury) þar sem þúsundir rafsígarettunotenda þróuðu með sér lífshættulegan lungnaskaða. Meginskaðvaldurinn var rakinn til vítamín E acetate-olíu sem leyndist í ólöglegum rafsígarettuvökva.

Helstu langtímaáhrif á lungu sem vísindamenn hafa áhyggjur af er langvinnur lungnasjúkdómur (e. COPD) og lungnakrabbamein, en genarannsóknir hafa sýnt að nikótínviðtakar í lungum tengjast lungnakrabbameini með því að hafa áhrif á frumuendurnýjun og sjálfsát (e. apoptosis). Auk þess hafa fundist krabbameinsvaldandi efni í rafsígarettuvökva, til dæims formaldehýð, asetaldehýð, acrolein og nitrosamine. Þessi efni geta skaðað erfðaefni og valdið stökkbreytingum, sem eru fyrstu skref krabbameinsmyndunar. Til dæmis þróuðu mýs sem voru útsettar fyrir rafsígarettuvökva með sér lungnakrabbamein í einni rannsókn.

Vert er að geta þess að margir nota veip samhliða sígarettureykingum, sem getur haft samlegðaráhrif á þann hátt að hætta á lungnasjúkdóm eykst meira en ef annað hvort væri eingöngu notað.

Fjöldi efna, til dæmis þungmálmar, lífræn efnasambönd og bragðefni, berast með rafsígarettureyk og geta sett af stað bólgusjúkdóm í lungum og skaðað þau með margvíslegum hætti. Ungt fólk sem byrjar að veipa er líklegra til að þróa með sér bólgusjúkdóm í öndunarfærum.

Hjarta

Rafsígarettur innihalda gjarnan nikótín sem er örvandi efni. Það eykur hjartslátt og blóðþrýsting og ýtir undir streituástand í líkamanum með tilheyrandi auknu álagi á hjarta og æðakerfi. Nikótín hefur einnig æðaherpandi áhrif og eru vísbendingar um að daglegar rafsígarettureykingar geti dregið úr blóðflæði til hjartans við álag (til dæmis við líkamsrækt), aukið stífleika æða (m.þ.a. hamla losun nituroxíðs) og ýtt undir æðakölkun. Þessi áhrif, ásamt auknu oxunarálagi sem fylgir rafsígarettureykingum, geta aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, meðal annars hjartaáfalli og hjartabilun. Í rannsókn einni sáust hjartabilunareinkenni eftir að einstaklingar önduðu að sér rafsígarettuvökva í um sjö mínútur, bæði í hvíld og við líkamlegt álag.

Bragðefni koma einnig við sögu og eru talin hafa eitrunaráhrif á hjartavöðva og æðakerfið. Dýrarannsóknir hafa sýnt að bragðefnin geta ýtt undir hjartsláttaróreglu með því að breyta raf- og byggingarendurnýjunarferli hjartavöðvans.

Að ofansögðu er ljóst að vísbendingar eru um að rafsígarettureykingar geti aukið nokkra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, líkt og sígarettureykingar því undirliggjandi ferlar eru svipaðir.

Vísbendingar eru um að rafsígarettureykingar geti aukið nokkra áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma líkt og sígarettureykingar, því undirliggjandi ferlar eru svipaðir.

Heili

Nikótín er öflugt taugaeitur sem er þekkt fyrir að skerða þroska og starfsemi heilans, sérstaklega hjá börnum og ungmennum sem eru að taka út þroska langleiðina til þrítugs. Dýrarannsóknir sýna að nikótín getur endurvírað taugabrautir í framheilanum á þann hátt að athyglisgáfa minnkar, hvatvísi eykst og skapsveiflur koma fram við lítið tilefni. Þessu fylgir skert lærdómsgeta og aukin hætta á kvíðasjúkdómum síðar á ævinni hjá fólki sem venst ungt að nota nikótín.

Dýrarannsóknir hafa einnig sýnt fram á að nikótín truflar eðlilegan þroska heilans sem getur leitt til vitsmunaskerðingar og hegðunarvandamála. Auk þess er ungt fólk sem notar nikótín líklegra til að byrja að reykja síðar á ævinni og neyta annarra fíkniefna. Þunglyndi og önnur geðvandamál geta einnig komið fram því nikótín raskar jafnvægi taugaboðefna sem stjórna geðslagi.

Til viðbótar hafa vísindamenn haft áhyggjur af lífshættulegu magni þungmálma, til dæmis blý, arsen, króm og nikkel, sem mælist reglulega í rafsígarettuvökva. Blý getur haft óafturkræf skaðleg áhrif á heilastarfsemi, sérstaklega hjá börnum, en á því eru engin örugg mörk. Blý er þessi eðlis, að þegar það er komið í líkamann, þá situr það fast þar.

Þegar allt kemur til alls

Söluaðilar kynna rafsígarettur sem öruggan valkost í samanburði við sígarettur. Aftur á móti vilja margir vísindamenn banna vöruna því þótt hún sé skaðminni en sígarettur á einhvern hátt, þá er hún langt frá því að vera skaðlaus. Nikótín er til dæmis alltaf skaðlegt heilsu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Framtíðin á þó eftir að leiða betur í ljós hversu skaðlegar rafsígarettur raunverulegar eru, því rannsóknir á langtímaáhrifum eru skammt á veg komnar.

Rannsóknir sýna að rafsígarettur hafa ekki reynst gagnlegar til að hætta sígarettureykingum. Þvert á móti er tilhneigingin sú að innbyrða meira nikótín, en eingöngu var gert með sígarettum. Það er kannski best lýsandi að uppfinningamaður rafsígaretta, Hok Lik, byrjaði aftur að reykja sígarettur - samhliða rafsígarettum.

Heimildir:

Myndir:

...