Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 18:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:58 • Sest 18:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:33 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:26 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 18:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:58 • Sest 18:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:33 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:26 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?

Jón Már Halldórsson

Í örstuttu máli þá er mjög lítill útlitsmunur á kven- og karlhröfnum.

Í líffræði er talað um kynbundna tvíbreytni, kyntvíbreytni eða kynferðistvímyndun (e. sexual dimorphism) þegar kerfisbundinn munur er á útliti eða atferli kynja sömu tegundar. Kynbundin tvíbreytni er mjög algeng og birtist á ýmsan hátt. Til að mynda getur verið mikill munur á stærð kynjanna, eins og hjá górillum þar sem karldýrin eru nokkuð stærri og allt að helmingi þyngri en kvendýrin. Eins getur kynbundin tvíbreytni falist í mismunandi árásar- og varnarbúnaði, eins og til dæmis á við um vígalegu hornin sem elgstarfar skarta. Makki karljóna og glæsilegar stélfjarðrir karlpáfugla eru líka góð dæmi um tvíbreytni og sama á við þegar kynin eru mislit eða misskrautleg, eins og sést meðal annars hjá ýmsum fuglategundum, svo sem stokköndum og æðarfuglum.

Meðal hrafna er mjög lítill útlistsmunur á kven- og karlfuglum.

Hrafninn er hins vegar ein þeirra tegunda þar sem kynbundin tvíbreytni er lítil. Flest okkar greina engan mun á útliti kynja hrafnsins enda eru þau bæði alsvört og mjög áþekk í útliti að öðru leyti. Eini sjáanlegi munurinn er lítill stærðarmunur á kynjunum. Karlhrafnar eru að jafnaði aðeins stærri en kvenfuglar, en frekar erfitt er að greina þennan mun.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.5.2024

Spyrjandi

Hallgerður Inga Gestsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2024, sótt 5. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86000.

Jón Már Halldórsson. (2024, 28. maí). Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86000

Jón Már Halldórsson. „Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2024. Vefsíða. 5. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86000>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?
Í örstuttu máli þá er mjög lítill útlitsmunur á kven- og karlhröfnum.

Í líffræði er talað um kynbundna tvíbreytni, kyntvíbreytni eða kynferðistvímyndun (e. sexual dimorphism) þegar kerfisbundinn munur er á útliti eða atferli kynja sömu tegundar. Kynbundin tvíbreytni er mjög algeng og birtist á ýmsan hátt. Til að mynda getur verið mikill munur á stærð kynjanna, eins og hjá górillum þar sem karldýrin eru nokkuð stærri og allt að helmingi þyngri en kvendýrin. Eins getur kynbundin tvíbreytni falist í mismunandi árásar- og varnarbúnaði, eins og til dæmis á við um vígalegu hornin sem elgstarfar skarta. Makki karljóna og glæsilegar stélfjarðrir karlpáfugla eru líka góð dæmi um tvíbreytni og sama á við þegar kynin eru mislit eða misskrautleg, eins og sést meðal annars hjá ýmsum fuglategundum, svo sem stokköndum og æðarfuglum.

Meðal hrafna er mjög lítill útlistsmunur á kven- og karlfuglum.

Hrafninn er hins vegar ein þeirra tegunda þar sem kynbundin tvíbreytni er lítil. Flest okkar greina engan mun á útliti kynja hrafnsins enda eru þau bæði alsvört og mjög áþekk í útliti að öðru leyti. Eini sjáanlegi munurinn er lítill stærðarmunur á kynjunum. Karlhrafnar eru að jafnaði aðeins stærri en kvenfuglar, en frekar erfitt er að greina þennan mun.

Heimildir og mynd:

...