Sólin Sólin Rís 11:10 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:09 • Sest 02:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:10 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:09 • Sest 02:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur?

Freysteinn Sigmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Stutta svarið við spurningunni er að það gæti gosið aftur í Lakagígum en hins vegar er ekkert sem bendir til þess að það gerist á næstunni.

Þekkt er að í megineldstöðvum, eins og Grímsvötnum gýs margoft á svipuðum slóðum. Í sprungusveimum utan megineldstöða gýs sjaldnar og þar verða eldgos á gígaröðum þar sem undir liggur kvikugangur. Lakagígar eru dæmi um gígaröð á á sprungusveim utan megineldstöðva.

Það er nú þekkt af reynslu að fleiri en eitt gostímabil geta átt sér stað á hverri gígaröð. Þannig urðu eldgos í Kröflueldum 1975-1984 að hluta til á nákvæmlega sömu gígaröð og virk var í fyrri umbrotum, í svokölluðum Mývatnseldum 1724-1729. Eldgosið í Holuhrauni 2014-2015 varð líka á eldri gígaröð.

Í megineldstöðvum gýs margoft á svipuðum slóðum. Í sprungusveimum utan megineldstöða gýs sjaldnar og þar verða eldgos á gígaröðum þar sem undir liggur kvikugangur. Kortið sýnir megineldstöðina Grímsvötn og sprungusveim hennar, auk annarra atriða.

Það sama sést vel í endurteknum gosum á sprungu í eldstöðvakerfi Svartsengja og Eldvarpa á Reykjanesskaga. Þegar þetta svar er skrifað hefur gosið alls sjö sinnum á Sundhnúksgígaröðinni á 11 mánaða tímabili en áður hafði gosið á sama stað fyrir um 2400 árum. Svo mikill fjöldi eldgosa á svipuðum slóðum stafar af því að magn kviku sem er á leið til yfirborðs síðan umbrotin hófust þar er miklu meira en rúmast í kvikusöfnunarsvæðinu sem undir er í jarðskorpunni, þess vegna kemur kvikan upp á yfirborð í skömmtum.

Lakagígar er eldstöð á sprungusveim utan megineldstöðvarinnar Grímsvatna en saman mynda megineldstöð og sprungusveimur það sem kallast eldstöðvakerfi. Á meðan kvika streymir inn í eldstöðvakerfi og veikleiki er fyrir í jarðskorpunni getur því vel gosið á sama stað og áður.

Eldgos getur því orðið á ný í Lakagígum ef þær aðstæður myndast í eldstöðvakerfi Grímsvatna og kvika leiti til yfirborðs í þeim hluta sprungusveims Grímsvatna þar sem Lakagígar eru.

Myndir:

Höfundar

Freysteinn Sigmundsson

Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.1.2025

Spyrjandi

Guðrún Úlfarsdóttir, Josephine Lilian Roloff og Svenja Schmohel

Tilvísun

Freysteinn Sigmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2025, sótt 7. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87212.

Freysteinn Sigmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2025, 3. janúar). Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87212

Freysteinn Sigmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2025. Vefsíða. 7. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87212>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur?
Stutta svarið við spurningunni er að það gæti gosið aftur í Lakagígum en hins vegar er ekkert sem bendir til þess að það gerist á næstunni.

Þekkt er að í megineldstöðvum, eins og Grímsvötnum gýs margoft á svipuðum slóðum. Í sprungusveimum utan megineldstöða gýs sjaldnar og þar verða eldgos á gígaröðum þar sem undir liggur kvikugangur. Lakagígar eru dæmi um gígaröð á á sprungusveim utan megineldstöðva.

Það er nú þekkt af reynslu að fleiri en eitt gostímabil geta átt sér stað á hverri gígaröð. Þannig urðu eldgos í Kröflueldum 1975-1984 að hluta til á nákvæmlega sömu gígaröð og virk var í fyrri umbrotum, í svokölluðum Mývatnseldum 1724-1729. Eldgosið í Holuhrauni 2014-2015 varð líka á eldri gígaröð.

Í megineldstöðvum gýs margoft á svipuðum slóðum. Í sprungusveimum utan megineldstöða gýs sjaldnar og þar verða eldgos á gígaröðum þar sem undir liggur kvikugangur. Kortið sýnir megineldstöðina Grímsvötn og sprungusveim hennar, auk annarra atriða.

Það sama sést vel í endurteknum gosum á sprungu í eldstöðvakerfi Svartsengja og Eldvarpa á Reykjanesskaga. Þegar þetta svar er skrifað hefur gosið alls sjö sinnum á Sundhnúksgígaröðinni á 11 mánaða tímabili en áður hafði gosið á sama stað fyrir um 2400 árum. Svo mikill fjöldi eldgosa á svipuðum slóðum stafar af því að magn kviku sem er á leið til yfirborðs síðan umbrotin hófust þar er miklu meira en rúmast í kvikusöfnunarsvæðinu sem undir er í jarðskorpunni, þess vegna kemur kvikan upp á yfirborð í skömmtum.

Lakagígar er eldstöð á sprungusveim utan megineldstöðvarinnar Grímsvatna en saman mynda megineldstöð og sprungusveimur það sem kallast eldstöðvakerfi. Á meðan kvika streymir inn í eldstöðvakerfi og veikleiki er fyrir í jarðskorpunni getur því vel gosið á sama stað og áður.

Eldgos getur því orðið á ný í Lakagígum ef þær aðstæður myndast í eldstöðvakerfi Grímsvatna og kvika leiti til yfirborðs í þeim hluta sprungusveims Grímsvatna þar sem Lakagígar eru.

Myndir:...