Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Í stuttu máli þá lifa kleggjar ekki á Íslandi.

Kleggi (ft. kleggjar) er íslenska heitið á ætt tvívængja sem kallast Tabanidae á latínu. Þær hafa líka verið kallaðar hestaflugur á íslensku, væntanlega vegna enska heitisins 'horse fly'. Meðal margra annarra enskra heita sem notuð eru yfir þessar flugur eru 'deer fly', 'gadfly', 'clegs' og 'march fly'.

Talið er að kleggjaættin greinist í meira en 4.400 tegundir. Kleggjar finnast nánast um allan heim en hafa þó ekki náð að hreiðra um sig á heimskautasvæðum og ekki heldur á nokkrum eyjum eins og Grænlandi, Hawaii, Færeyjum og Íslandi.

Kleggjar eru ekki meinlaus dýr þar sem kvendýrin þurfa á blóði annarra dýra að halda til þess að þroska egg. Helst leggjast flugurnar á stærri spendýr, til dæmis hesta og nautgripi, en líka fólk. Bit þeirra getur verið sársaukafullt og það far ekki á milli mála, þar sem þær skera gat á húðina til að framkalla blæðingu ólíkt sumum öðrum blóðsugum eins og moskítóflugum og lúsmýi sem stinga fórnarlambið. Kleggjar geta borið smit ýmissa sjúkdóma bæði í dýr og menn, meðal annars miltisbrand og hérasótt.

Rétt er að minna á að ekki má rugla saman hestaflugum - það er kleggjum – og hrossaflugum en ólíkt þeim fyrrnefndu lifa hrossaflugur góðu lífi á Íslandi og eru sárameinlausar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.12.2024

Spyrjandi

Matthías Sigurbjörnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2024, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86996.

Jón Már Halldórsson. (2024, 3. desember). Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86996

Jón Már Halldórsson. „Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2024. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86996>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?
Í stuttu máli þá lifa kleggjar ekki á Íslandi.

Kleggi (ft. kleggjar) er íslenska heitið á ætt tvívængja sem kallast Tabanidae á latínu. Þær hafa líka verið kallaðar hestaflugur á íslensku, væntanlega vegna enska heitisins 'horse fly'. Meðal margra annarra enskra heita sem notuð eru yfir þessar flugur eru 'deer fly', 'gadfly', 'clegs' og 'march fly'.

Talið er að kleggjaættin greinist í meira en 4.400 tegundir. Kleggjar finnast nánast um allan heim en hafa þó ekki náð að hreiðra um sig á heimskautasvæðum og ekki heldur á nokkrum eyjum eins og Grænlandi, Hawaii, Færeyjum og Íslandi.

Kleggjar eru ekki meinlaus dýr þar sem kvendýrin þurfa á blóði annarra dýra að halda til þess að þroska egg. Helst leggjast flugurnar á stærri spendýr, til dæmis hesta og nautgripi, en líka fólk. Bit þeirra getur verið sársaukafullt og það far ekki á milli mála, þar sem þær skera gat á húðina til að framkalla blæðingu ólíkt sumum öðrum blóðsugum eins og moskítóflugum og lúsmýi sem stinga fórnarlambið. Kleggjar geta borið smit ýmissa sjúkdóma bæði í dýr og menn, meðal annars miltisbrand og hérasótt.

Rétt er að minna á að ekki má rugla saman hestaflugum - það er kleggjum – og hrossaflugum en ólíkt þeim fyrrnefndu lifa hrossaflugur góðu lífi á Íslandi og eru sárameinlausar.

Heimildir og mynd:...