Er til efni um það hvort örbylgjur geri veirur óvirkar, t.d ef veirur berast í fatnað svo sem hanska er þá eitthvað gagn í því að setja slíkan mengaðan fatnað í örbylgjuofn?Örbylgjur eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, innrautt ljós og útfjólublátt. Munurinn á þessum bylgjum felst í tíðni þeirra eða bylgjulengd. Þegar tíðnin hækkar þá styttist bylgjulengdin því margfeldi tíðni og bylgjulengdar er alltaf jafnt ljóshraðanum. Bylgjulengd örbylgja er á bilinu 15 cm til 1 mm sem er mun meiri en sýnilegs ljóss sem er á bilinu 700 til 400 nanómetrar. Gróflega er hægt að flokka rafsegulrófið svona:
Útvarpsbylgjur: | 2000 m - 15 cm |
Örbylgjur: | 15 cm - 1 mm |
Innrautt ljós: | 1 mm - 700 nm |
Sýnilegt ljós: | 700 - 400 nm |
Útfjólublátt ljós: | 400 - 10 nm |
Röntgengeislar: | 1 - 0,01 nm |
Gammageislar: | 0,01 nm - 0 |

Almennt er ekki mælt með örbylgjum til sótthreinsunar eða dauðhreinsunar. Rannsóknir á þessu eru takmarkaðar og eiga oft einungis við þær örverur sem verið er að nota og þau skilyrði sem þeim eru búin í viðkomandi rannsókn.

Einföld skýringarmynd af hjúpaðri veiru. Hægt er að hita veirur með fituhjúpi í vatni í tiltekinn tíma og gera þær þannig óvirkar. Skiptir þá engu hvort það sé gert í örbylgjuofni eða potti.
- Microwave or Autoclave Treatments Destroy the Infectivity of Infectious Bronchitis Virus and Avian Pneumovirus but Allow Detection by Reverse Transcriptase-Polymerase Chain Reaction.. (Sótt 24.03.2020).
- Inactivation of HCV and HIV by Microwave: A Novel Approach for Prevention of Virus Transmission Among People who Inject Drugs.. (Sótt 24.03.2020).
- File:Sandra-lab2019.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 26.03.2020).
- File:Simple diagram of virus (en).svg - Wikimedia Commons. (Sótt 8.03.2020). Myndina gerði domdomegg. Hún er birt undir leyfinu CC BY 4.0. Íslenskur texti var settur inn á myndina af ritstjórn Vísindavefsins.