Ef yfirborð jarðar væri þakið útvarpssjónaukum værum við með sjónauka sem væri nægilega stór til að greina svartholið. En í raunveruleikanum höfum við aðeins sjónauka á nokkrum afmörkuðum stöðum á jörðinni.

Myndin sýnir svartholið með (hægri) og án (vinstri) hjálp sjónaukasamstæðanna í Síle (þar á meðal ALMA). Þetta sýnir hversu mikilvægur hlekkur þessir sjónaukar eru fyrir Sjóndeildarsjónaukann í heild. Án samvinnu allra sjónaukanna væri ekki unnt að endurskapa myndina af svartholinu með stærðfræðilegum aðferðum.
- Wikipedia. Event Horizon Telecope. Birt undir leyfinu CC BY 4.0. (Sótt 8.8.2019).
- ALMA Observatory. Astronomers Capture First Image of a Black Hole. (Sótt 8.8.2019).