Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Esther Ruth Guðmundsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Esther Ruth Guðmundsdóttir er dósent í jarðfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði gjóskulagafræði og miða að því að nota efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika gjóskulaga til að skoða hegðun, eðli og gossögu eldstöðva. Þetta er mikilvægt til að geta spáð fyrir um eldvirkni og metið eldgosavá. Gildur þáttur í gjóskulagarannsóknum Estherar er að nota gjóskulög til þess að tímasetja jarðfræðilega atburði, þar með talið fornar loftslags- og umhverfisbreytingar.

Gjóskulög í jarðvegssniði við Húsavík. Glöggt má sjá tvö gjóskulög úr Heklu, ljósgult um það bil fyrir miðju sniði og tvílitt hvítt og svart neðst.

Rannsóknir Estherar hafa einkum beinst að forsögulegri eldvirkni á Íslandi með því að skoða tíðni eldgosa og gossögu íslenskra eldstöðva síðustu 120.000 árin, byggt á gjóskulögum sem hafa varðveist í jarðvegi, sjávar- og stöðuvatnaseti. Um þessar mundir vinnur Esther, ásamt samstarfsfólki og framhaldsnemum, að rannsóknarverkefnum sem snúa að því að auka þekkingu á sprengigossögu Heklu síðustu 10.000 árin og afla upplýsinga um hvernig sprengigosavirkni á Íslandi var háttað á síðasta jökulskeiði og núverandi hlýskeiði. Auk gjóskulagarannsókna hefur Esther stundað rannsóknir á sviði hafsbotnsjarðfræði og fornloftslagasfræði og tekið þátt í alþjóðlegum rannskóknarverkefnum og leiðöngrum þeim tengdum.

Esther er fædd í Reykjavík árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 1995, BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, meistaraprófi frá Háskólanum í Bergen árið 2002 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2010. Eftir doktorspróf gegndi Esther stöðu nýdoktors við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkts við jarðvísindadeild. Esther var ráðin lektor við jarðvísindadeild árið 2016 og varð dósent árið 2017.

Esther hefur setið í stjórn Jarðfræðafélags Íslands og Hins íslenska náttúrufræðifélags og situr nú í stjórn Jarðvísindastofnunar Háskólans, auk þess að vera í stjórn jarðfræðitímaritsins BOREAS og í ritstjórn Náttúrufræðingsins.

Mynd:
  • Úr safni ERG.

Útgáfudagur

7.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Esther Ruth Guðmundsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. október 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76433.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Esther Ruth Guðmundsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76433

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Esther Ruth Guðmundsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76433>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Esther Ruth Guðmundsdóttir rannsakað?
Esther Ruth Guðmundsdóttir er dósent í jarðfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði gjóskulagafræði og miða að því að nota efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika gjóskulaga til að skoða hegðun, eðli og gossögu eldstöðva. Þetta er mikilvægt til að geta spáð fyrir um eldvirkni og metið eldgosavá. Gildur þáttur í gjóskulagarannsóknum Estherar er að nota gjóskulög til þess að tímasetja jarðfræðilega atburði, þar með talið fornar loftslags- og umhverfisbreytingar.

Gjóskulög í jarðvegssniði við Húsavík. Glöggt má sjá tvö gjóskulög úr Heklu, ljósgult um það bil fyrir miðju sniði og tvílitt hvítt og svart neðst.

Rannsóknir Estherar hafa einkum beinst að forsögulegri eldvirkni á Íslandi með því að skoða tíðni eldgosa og gossögu íslenskra eldstöðva síðustu 120.000 árin, byggt á gjóskulögum sem hafa varðveist í jarðvegi, sjávar- og stöðuvatnaseti. Um þessar mundir vinnur Esther, ásamt samstarfsfólki og framhaldsnemum, að rannsóknarverkefnum sem snúa að því að auka þekkingu á sprengigossögu Heklu síðustu 10.000 árin og afla upplýsinga um hvernig sprengigosavirkni á Íslandi var háttað á síðasta jökulskeiði og núverandi hlýskeiði. Auk gjóskulagarannsókna hefur Esther stundað rannsóknir á sviði hafsbotnsjarðfræði og fornloftslagasfræði og tekið þátt í alþjóðlegum rannskóknarverkefnum og leiðöngrum þeim tengdum.

Esther er fædd í Reykjavík árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 1995, BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, meistaraprófi frá Háskólanum í Bergen árið 2002 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2010. Eftir doktorspróf gegndi Esther stöðu nýdoktors við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkts við jarðvísindadeild. Esther var ráðin lektor við jarðvísindadeild árið 2016 og varð dósent árið 2017.

Esther hefur setið í stjórn Jarðfræðafélags Íslands og Hins íslenska náttúrufræðifélags og situr nú í stjórn Jarðvísindastofnunar Háskólans, auk þess að vera í stjórn jarðfræðitímaritsins BOREAS og í ritstjórn Náttúrufræðingsins.

Mynd:
  • Úr safni ERG.
...