(nákvæmlega) eins og það er skrifað (sagt)Á því augnabliki hljóp fótfráasti meðlimur ritstjórnar beinustu leið heim til sín, lét renna í bað, skellti sér ofan í, bar nefið hátt og hrópaði: Eureka! Því miður heyrðu hinir ritstjórnarmeðlimirnir ekki í honum og héldu því leit sinni að hinum heilaga sannleik áfram. Þeir einhentu sér því næst niður á Austurvöll til að ræða við þá alþingismenn sem nýlega höfðu samþykkt afar skynsamleg lög um nefskatt. Vegna vinnu sinnar á Vísindavefnum eru starfsmenn þess með 'fram-fyrir-röðina-passa' á alla heitustu staði bæjarins svo þeir komust strax inn í Alþingishúsið. Adrenalínið var þó farið að segja til sín hjá einum starfsmanninum sem ákvað að senda spurningu á samstarfsmenn sína: „Af hverju er mér svona bumbult?“ Hann ákvað því næst að draga sig í hlé, fór aftur á skrifstofuna og hófst handa við að svara spurningunni sem hann hafði sent inn. Restin af ritstjórninni náði í skottið á formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem ákvað að veita ritstjórninni 10-15 mínútur af tíma nefndarinnar til að ræða þetta mál. Fundurinn átti að hefjast strax en það þótti ritstjórninni ólíklegt enda um mjög teygjanlegt hugtak að ræða! Þegar fundurinn loksins hófst klukkutíma síðar bar ritstjórnin upp spurningar sínar:
- Hvað er nefskattur?
- Þurfa allir að borga nefskatt?
- Þarf ég að borga nefskatt ef ég er ekki með nef?
- Þarf ég að borga nefskatt ef ég finn ekki lykt?
- Borga ég bara hluta af nefskattinum ef ég er með skert lyktarskyn? Er það þá í hlutfalli við þá lykt sem ég finn?
- Þarf ég virkilega að borga nefskatt þegar ég er með kvef?
- Er hægt að hafa nasasjón af lögum um nefskatt?
- Ef ég finn aldrei prumpulyktina mína, þarf ég þá að borga nefskatt?
- Free photo Borneo Proboscis Monkey Proboscis - Max Pixel. (Sótt 24.05.2017).
Hafi einhverjir lesendur ekki þegar áttað sig þá er rétt að taka fram að þetta er föstudagssvar. Ef einhver sannleikskorn finnast í því lentu þau þar fyrir misskilning. Neyttu á meðan á nefinu stendur!