
Kolefni við mismunandi hita og þrýsting. Kvarði þrýstings (P: gíga-paskal) er lógaritmískur, kvarði hita (T: Kelvin(K) = °C + 275) línulegur. Á lituðu svæðunum er einn hamur (kristall, vökvi, gufa) stöðugur, til dæmis gufa á græna svæðinu. Eftir feitu línunum eru tveir hamir í jafnvægi, til dæmis gufa + vökvi eða grafít + demantur. Í punktunum tveimur eru þrír hamir í jafnvægi: grafít + vökvi + gufa við 4500 K og 0,01 GPa, og grafít + demantur + vökvi við 4500 K og 10 GPa. Eitt GPa svarar til þrýstings á ca. 3 km dýpi í jörðinni, 10 GPa 30 km dýpis, en þrýstingur við yfirborð jarðar er 0,0001 GPa. Innan skástrikuðu svæðanna geta tveir hamir hamir verið saman þar sem annar er hálfstöðugur (metastable), til dæmis demantur innan stöðugleikasviðs grafíts.
- Graf sem sýnir kolefni við mismunandi hita og þrýsting: Carbon basic phase diagram.png - Wikimedia Commons. (Sótt 15. 9. 2015).
- Mynd af demanti að brenna: Gone In a Flash: Burning Diamonds With a Torch and Liquid Oxygen | Popular Science. (Sótt 18. 8. 2015).