Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi?

JGÞ

Merkúríus er ein af þeim reikistjörnum sem hefur lítið verið könnuð. Það er vegna þess að erfitt er að koma geimförum á braut um hann. Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólu og þegar könnunarfar nálgast hann verður þyngdartog sólarinnar töluvert og hraði geimfarsins eykst. Þá þarf mikið eldsneyti til að hægja á geimfarinu svo það komist á braut um reikistjörnuna. Á Mars og Venus er hægt hægt að nota lofthjúp reikistjarnanna til að hægja á könnunarförum en á Merkúríusi er enginn lofthjúpur.

Enn sem komið er hafa aðeins tvö könnunarför farið til Merkúríuss. Mariner 10 komst á sporbraut um Merkúríus árið 1974 og fram til ársins 1975 ljósmyndaði það um 45% af yfirborði hans. Líklega er geimfarið nú á braut um sólu en slökkt var á því árið 1975 þannig að engin gögn berast frá því.

Mariner 10 var fyrsta könnunarfarið á sporbraut um Merkúríus.

Þann 14. janúar árið 2008 flaug svo geimfarið MESSENGER fram hjá Merkúríusi og ljósmyndaði nær allan hluta hans sem vantaði upp á í ferð Mariner 10. Það fór aftur fram hjá reikistjörnunni í október 2008, september 2009 og komst á braut um hana í mars árið 2011.

Næsta könnunarfar á að fara af stað árið 2015. Þá ætlar Evrópska geimferðastofnunin og sú japanska að senda geimfarið BebiColombo áleiðis til Merkúríuss. Þangað á að það komast árið 2022.

Þar sem spyrjandi spyr sérstaklega um hverjir hafa rannsakað Merkúríus er rétt að nefna nokkra vísindamenn. Galíleó Galílei beindi fyrstur manna sjónauka að Merkúríusi, það var árið 1610. Hann sá reyndar fátt markvert þar sem sjónaukinn var ekki nógu öflugur. Frakkinn Pierre Gassendi (1592–1655) sá Merkúríus ganga fyrir sólu árið 1631 og ári síðar uppgötvaði Ítalinn Giovanni Battista Zupi (1590–1650) kvartilaskiptin. Þar með var ljóst að Merkúríus gekk í kringum sólina en ekki jörðina.

Að lokum má nefna ítalska stjörnufræðinginn Giuseppe Colombo (1920–1984), hann sýndi fram á að snúningstími Merkúríuss var um 2/3 af umferðartímanum. Könnunarflaugin BebiColombo heitir í höfuðið á honum.

Heimildir og frekara lesefni:Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

24.1.2013

Spyrjandi

Björn Magnús Jónsson, f. 1998

Tilvísun

JGÞ. „Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64149.

JGÞ. (2013, 24. janúar). Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64149

JGÞ. „Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64149>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi?
Merkúríus er ein af þeim reikistjörnum sem hefur lítið verið könnuð. Það er vegna þess að erfitt er að koma geimförum á braut um hann. Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólu og þegar könnunarfar nálgast hann verður þyngdartog sólarinnar töluvert og hraði geimfarsins eykst. Þá þarf mikið eldsneyti til að hægja á geimfarinu svo það komist á braut um reikistjörnuna. Á Mars og Venus er hægt hægt að nota lofthjúp reikistjarnanna til að hægja á könnunarförum en á Merkúríusi er enginn lofthjúpur.

Enn sem komið er hafa aðeins tvö könnunarför farið til Merkúríuss. Mariner 10 komst á sporbraut um Merkúríus árið 1974 og fram til ársins 1975 ljósmyndaði það um 45% af yfirborði hans. Líklega er geimfarið nú á braut um sólu en slökkt var á því árið 1975 þannig að engin gögn berast frá því.

Mariner 10 var fyrsta könnunarfarið á sporbraut um Merkúríus.

Þann 14. janúar árið 2008 flaug svo geimfarið MESSENGER fram hjá Merkúríusi og ljósmyndaði nær allan hluta hans sem vantaði upp á í ferð Mariner 10. Það fór aftur fram hjá reikistjörnunni í október 2008, september 2009 og komst á braut um hana í mars árið 2011.

Næsta könnunarfar á að fara af stað árið 2015. Þá ætlar Evrópska geimferðastofnunin og sú japanska að senda geimfarið BebiColombo áleiðis til Merkúríuss. Þangað á að það komast árið 2022.

Þar sem spyrjandi spyr sérstaklega um hverjir hafa rannsakað Merkúríus er rétt að nefna nokkra vísindamenn. Galíleó Galílei beindi fyrstur manna sjónauka að Merkúríusi, það var árið 1610. Hann sá reyndar fátt markvert þar sem sjónaukinn var ekki nógu öflugur. Frakkinn Pierre Gassendi (1592–1655) sá Merkúríus ganga fyrir sólu árið 1631 og ári síðar uppgötvaði Ítalinn Giovanni Battista Zupi (1590–1650) kvartilaskiptin. Þar með var ljóst að Merkúríus gekk í kringum sólina en ekki jörðina.

Að lokum má nefna ítalska stjörnufræðinginn Giuseppe Colombo (1920–1984), hann sýndi fram á að snúningstími Merkúríuss var um 2/3 af umferðartímanum. Könnunarflaugin BebiColombo heitir í höfuðið á honum.

Heimildir og frekara lesefni:Mynd:

...