Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að kveikja eld í alkuli?

Emelía Eiríksdóttir

Til þess að það kvikni í efni þarf súrefni, hita og brennanlegt efni í réttum hlutföllum. Það er í raun ekki hægt að kveikja í föstum efnum eða vökvum heldur kviknar í brennanlegum gastegundum sem losna frá efnunum þegar þau eru hituð að blossamarki (e. flash point). Blossamark efnis er lægsta hitastig þar sem hægt er að kveikja í brennanlegum gastegundum sem losna frá efninu - blossamark efnis ræður sem sagt við hvaða hitastig er hægt að kveikja í efninu. Blossamarkið er misjafnt eftir efnum. Til dæmis er blossamark bensíns í kringum -40°C sem segir okkur að þegar bensín er -40°C heitt ætti nægilega mikil uppgufun að hafa átt sér stað og bensíngufan orðin nógu þétt til þess að hægt sé að kveikja í henni með utanaðkomandi hitagjafa, til dæmis neista eða eldi. Það þarf hins vegar að hita díselolíu upp að 55°C til að kveikja í díselolíugufunum því blossamark díselolíu er 55°C.

Til þess að kveikja eld þarf þrennt að vera til staðar; súrefni (á gasformi), hiti og brennanlegt efni við blossamark þannig að það gefi frá sér brennanlegar gastegundir.

Eins og gefur að skilja er blossamark efnis alltaf hærra en bræðslumark þess því efnið þarf að geta gefið frá sér brennanlegar gufur svo hægt sé að kveikja í því.

Samkvæmt skilgreiningu er alkul lægsta hitastig sem til er, 0 kelvín eða -273,15°C. Raunar er ekki hægt að ná algjöru alkuli með tilraunum en vísindamönnum hefur tekist að fara ansi nálægt því. Í þessu svari ætlum við þó að gefa okkur að við getum haft efni við alkul.

Eins og áður sagði er aðkoma súrefnis eitt af skilyrðum þess að hægt sé að kveikja í brennanlegu efni. Súrefnið þarf að vera á gasformi til að ganga í efnasamband við brennanlega efnið þegar varmagjafi er borinn að. Bræðslumark súrefnis er -219°C . Þar með er ein af forsendum okkar brostin, súrefni er á föstu formi við alkul og því getum við ekki kveikt í neinu efni við svo lágt hitastig.

Reyndar er allt efni frosið við alkul og þá er önnur forsendan okkar líka brostin. Það er nefnilega ekki til neitt efni sem er á gasformi við alkul og því er ekkert efni sem er hægt að kveikja í við þetta lægsta mögulega hitastig.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.9.2021

Spyrjandi

Björgólfur Sigmar Björgólfsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að kveikja eld í alkuli?“ Vísindavefurinn, 16. september 2021, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64062.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 16. september). Er hægt að kveikja eld í alkuli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64062

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að kveikja eld í alkuli?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2021. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64062>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að kveikja eld í alkuli?
Til þess að það kvikni í efni þarf súrefni, hita og brennanlegt efni í réttum hlutföllum. Það er í raun ekki hægt að kveikja í föstum efnum eða vökvum heldur kviknar í brennanlegum gastegundum sem losna frá efnunum þegar þau eru hituð að blossamarki (e. flash point). Blossamark efnis er lægsta hitastig þar sem hægt er að kveikja í brennanlegum gastegundum sem losna frá efninu - blossamark efnis ræður sem sagt við hvaða hitastig er hægt að kveikja í efninu. Blossamarkið er misjafnt eftir efnum. Til dæmis er blossamark bensíns í kringum -40°C sem segir okkur að þegar bensín er -40°C heitt ætti nægilega mikil uppgufun að hafa átt sér stað og bensíngufan orðin nógu þétt til þess að hægt sé að kveikja í henni með utanaðkomandi hitagjafa, til dæmis neista eða eldi. Það þarf hins vegar að hita díselolíu upp að 55°C til að kveikja í díselolíugufunum því blossamark díselolíu er 55°C.

Til þess að kveikja eld þarf þrennt að vera til staðar; súrefni (á gasformi), hiti og brennanlegt efni við blossamark þannig að það gefi frá sér brennanlegar gastegundir.

Eins og gefur að skilja er blossamark efnis alltaf hærra en bræðslumark þess því efnið þarf að geta gefið frá sér brennanlegar gufur svo hægt sé að kveikja í því.

Samkvæmt skilgreiningu er alkul lægsta hitastig sem til er, 0 kelvín eða -273,15°C. Raunar er ekki hægt að ná algjöru alkuli með tilraunum en vísindamönnum hefur tekist að fara ansi nálægt því. Í þessu svari ætlum við þó að gefa okkur að við getum haft efni við alkul.

Eins og áður sagði er aðkoma súrefnis eitt af skilyrðum þess að hægt sé að kveikja í brennanlegu efni. Súrefnið þarf að vera á gasformi til að ganga í efnasamband við brennanlega efnið þegar varmagjafi er borinn að. Bræðslumark súrefnis er -219°C . Þar með er ein af forsendum okkar brostin, súrefni er á föstu formi við alkul og því getum við ekki kveikt í neinu efni við svo lágt hitastig.

Reyndar er allt efni frosið við alkul og þá er önnur forsendan okkar líka brostin. Það er nefnilega ekki til neitt efni sem er á gasformi við alkul og því er ekkert efni sem er hægt að kveikja í við þetta lægsta mögulega hitastig.

Heimildir og mynd:

...