Samkvæmt rannsóknum verður aðeins lítill hluti stofnsins 15 ára eða eldri. Eldri birnir hafa þó fundist þar af þó nokkrir sem hafa náð meira en 25 ára aldri. Sá elsti reyndist vera 32 ára gamall. Hann var hins vegar ekki elsti ísbjörn sem sögur fara af því ísbirnir geta náð hærri aldri í dýragörðum. Elsti ísbjörn sem vitað er um var í dýragarðinum í Detroit í Bandaríkjunum og náði hann 41 árs aldri. Þess má geta að birnurnar verða kynþroska við 4 til 5 ára aldur en karldýrin ekki fyrr en um eða eftir 8 ára aldur. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um ísbirni eftir sama höfund, til dæmis:
- Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?
- Leggjast ísbirnir í dvala?
- Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?
- Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?
- Latinen, K., 1987. Longevity and fertility of the polar bear, Ursus maritimus Phipps, in captivity. Zool. Garten 57: 197-199.
- Ramsay, M.A. og I. Stirling, 1988. Reproductive Biology and Ecology of Female Polar bears (Ursus maritimus). Journal of Zoology 214: 601-634.
- Mynd: Environment Canada - ljósmyndari: Dan Crosbie