Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Leggjast ísbirnir í dvala?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er það að sumir ísbirnir leggjast í dvala. Hér er reyndar ekki um svokallað vetrarhíði (hibernation) að ræða líkt og þekkist meðal margra annarra spendýrategunda þar sem hægist verulega á hjartsláttartíðni og líkamshiti fellur niður í allt að 0°C. Hitastig ísbjarna, eins og annarra bjarndýra sem leggjast í dvala, fellur aðeins um örfáar gráður. Hjá svartbjörnum og skógarbjörnum (brúnbjörnum) fellur hiti niður í 31-35°C en hiti ísbjarna í dvala er 35-37°C og eiga þeir því ekki erfitt með að vakna upp af dvalanum þó þeir sofi fast og vært.

Það eru aðeins birnur sem ganga með húna sem leggjast í vetrardvala en önnur bjarndýr eru virk yfir vetrartímann. Birnurnar leggjast venjulega í dvala seinni partinn í september eða í október, en mánuðina þar á undan éta þær að kappi til þess að safna þeirri orku sem þarf í fósturþroskann, gotið og mjólkurframleiðslu fyrir afkvæmin.


Birna með húna að skríða úr vetrarbæli sínu.

Venjulega gera birnurnar bæli í stórum sköflum við hæðir eða fjöll nærri ströndinni. Birnurnar gjóta svo í nóvember eða desember og ala þá önn fyrir húnunum í bælinu þangað til vorið gengur í garð (mars/apríl). Nokkur svæði eru kunn fyrir að vera dvalarsvæði ísbjarna, svo sem Wrangler-eyja undan ströndum Síberíu.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.4.2005

Spyrjandi

Rúna Snorradóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Leggjast ísbirnir í dvala?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4878.

Jón Már Halldórsson. (2005, 8. apríl). Leggjast ísbirnir í dvala? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4878

Jón Már Halldórsson. „Leggjast ísbirnir í dvala?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4878>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Leggjast ísbirnir í dvala?
Svarið við þessari spurningu er það að sumir ísbirnir leggjast í dvala. Hér er reyndar ekki um svokallað vetrarhíði (hibernation) að ræða líkt og þekkist meðal margra annarra spendýrategunda þar sem hægist verulega á hjartsláttartíðni og líkamshiti fellur niður í allt að 0°C. Hitastig ísbjarna, eins og annarra bjarndýra sem leggjast í dvala, fellur aðeins um örfáar gráður. Hjá svartbjörnum og skógarbjörnum (brúnbjörnum) fellur hiti niður í 31-35°C en hiti ísbjarna í dvala er 35-37°C og eiga þeir því ekki erfitt með að vakna upp af dvalanum þó þeir sofi fast og vært.

Það eru aðeins birnur sem ganga með húna sem leggjast í vetrardvala en önnur bjarndýr eru virk yfir vetrartímann. Birnurnar leggjast venjulega í dvala seinni partinn í september eða í október, en mánuðina þar á undan éta þær að kappi til þess að safna þeirri orku sem þarf í fósturþroskann, gotið og mjólkurframleiðslu fyrir afkvæmin.


Birna með húna að skríða úr vetrarbæli sínu.

Venjulega gera birnurnar bæli í stórum sköflum við hæðir eða fjöll nærri ströndinni. Birnurnar gjóta svo í nóvember eða desember og ala þá önn fyrir húnunum í bælinu þangað til vorið gengur í garð (mars/apríl). Nokkur svæði eru kunn fyrir að vera dvalarsvæði ísbjarna, svo sem Wrangler-eyja undan ströndum Síberíu.

Heimild og mynd:...