Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Jón Már Halldórsson

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu.

Komur ísbjarna til Íslands eru oftast í tengslum við hafís og kemur því ekki á óvart að flestir hafa þeir komið á land á svæðinu frá Hornströndum og austur um Norðurland.

Skráðar eru í heimildir rétt tæplega 250 hvítbjarnakomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum. Elsta frásögn um ísbjarnakomu er sögð vera frá um 890, en þá á Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, að hafa séð birnu með tvo húna og varð þá til örnefnið Húnavatn í Austur-Húnavatnssýslu.

Sumarið 1993 fannst ísbjörn á sundi norður af Horni við Vestfirði. Sjómennirnir sem komu að dýrinu hífðu það um borð í bát sinn og hengdu. Þetta dráp olli harðvítugum deilum sem enduðu með því að dýrið var gert upptækt, stoppað upp og er nú haft til sýnis á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Árið 1988 var ungt bjarndýr fellt í Fljótum í Skagafirði. Það var stoppað upp og haft til sýnis á Náttúrugripasafninu í Varmahlíð. Fæst þeirra dýra sem felld hafa verið á eða við Ísland hafa varðveist. Þó eru til nokkur uppstoppuð dýr sem höfð hafa verið til sýnis víða um land. Svonefndur Grímseyjarbjörn sem unninn var við Grímsey árið 1969 er til að mynda varðveittur á Náttúrugripasafni Þingeyinga í Húsavík.

Síðasta heimsókn hvítabjarnar hingað til lands var september árið 2024. Þann 19. september upp úr hádegi tilkynnti kona í sumarhúsi á Höfðaströnd í Jökulfjörðum um hvítabjörn á vappi í kring um bústaðinn. Dýrið var fellt sama dag og reyndist vera húnn, um 150 til 200 kg.

Átta árum fyrr, eða 16. júlí árið 2016, barst tilkynning til lögreglunnar á Sauðárkróki um að hvítabjörn hafði sést við Hvalnes á Skaga. Það dýr var fellt skömmu síðar en um stálpaða birnu var að ræða.

Síðasta heimsókn hvítabjarnar hingað til lands var september árið 2024. Þá sást til hvítabjarnar á vappi nálægt sumarhúsi á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Það reyndist vera húnn, um 150 til 200 kg, og var hann felldur sama dag og tilkynningin barst.

Það er mjög misjafnt hve algengar ísbjarnakomur eru og skera harðindakaflar sig þar úr. Alla síðustu öld er vitað um 71 dýr sem “heimsóttu” landann, þar af komu að minnsta kosti 27 dýr á land frostveturinn 1917-1918. Mesti “ísbjarnavetur” sem sögur fara af er hins vegar hinn harði hafísvetur 1880-81, en heimildir eru fyrir því að þá hafi alls 63 dýr komið hér á land. Flest þessara dýra komu eftir áramót þann vetur þegar hafís lá vikum saman meðfram landi.

Íslendingar hafa iðulega tekið frekar óblíðlega á móti þessu stóra rándýri þegar það hefur flækst hingað til lands. Hvítabirnirnir hafa venjulega verið vegnir, enda mikill fengur í slíkri skepnu í harðbýlu landi þar sem kjör voru kröpp. Nú eru hins vegar breyttir tímar og því ástæðulaust að drepa dýrin við hvert tækifæri nema mannslífum eða verðmætum sé ógnað.

Vorið 1993 var samþykkt á Alþingi frumvarp sem meðal annars kveður á um að bannað sé að veiða ísbirni á hafís eða sundi, en heimilt að fanga lifandi björn og flytja þangað sem hann veldur ekki usla. Eftir stendur þó að leyfilegt er að fella björn sem ógnar mannslífum eða búsmala.

Með þessu frumvarpi voru Íslendingar að koma til móts við þau lönd þar sem hvítabirnir halda til að staðaldri. Þessi lönd skrifuðu undir samning um verndun hans árið 1973, en þá var tegundin talin hætt komin vegna ofveiði. Nokkrar undantekningar eru þó frá þessari verndun, til dæmis eru kvótar settir á svokallaðar frumbyggjaveiðar á Grænlandi og í Kanada.

Höfundur þakkar Ævari Pedersen dýrafræðingi fyrir gagnlegar ábendingar við gerð þessa svars.

Heimildir og mynd:
  • Ævar Petersen og Þórir Haraldsson 1993. Komur hvítabjarna til Íslands fyrr og síðar. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.). Villt íslensk spendýr. Hið íslenska náttúrufræðifélag - Landvernd, Reykjavík, bls. 74-78.
  • Safnahúsið á Húsavík. (Skoðað 04.04.2013).
  • Lögreglan á Vestfjörðum | Lögreglan. (Sótt 20.09.2024).

Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni sendi okkur eftirfarandi bréf í júní 2008:
Af þeirri umræðu sem skapaðist vegna komu ísbjarnar til landsin nú á dögunum þá hef ég ekki rekist á í upptalningu á síðustu komum ísbjarna til landsins upplýsingar um ísbjörn sem gekk á land á Ásbúðum á Skaga í febrúar 1971. Um það má m.a lesa í öldinni okkar auk þess sem bændur á Hrauni og Víkum muna þetta vel. Mér datt í hug að bæta þessu í pottinn.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvenær kom ísbjörn síðast á land á Íslandi?
  • Hvað verður um ísbirni sem skotnir eru við Ísland?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.12.2005

Síðast uppfært

20.9.2024

Spyrjandi

Davíð Örn Pálsson, Svava Jónsdóttir, Adam Þórarinsson, Hlífar Ólafsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5506.

Jón Már Halldórsson. (2005, 22. desember). Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5506

Jón Már Halldórsson. „Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5506>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?
Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu.

Komur ísbjarna til Íslands eru oftast í tengslum við hafís og kemur því ekki á óvart að flestir hafa þeir komið á land á svæðinu frá Hornströndum og austur um Norðurland.

Skráðar eru í heimildir rétt tæplega 250 hvítbjarnakomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum. Elsta frásögn um ísbjarnakomu er sögð vera frá um 890, en þá á Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, að hafa séð birnu með tvo húna og varð þá til örnefnið Húnavatn í Austur-Húnavatnssýslu.

Sumarið 1993 fannst ísbjörn á sundi norður af Horni við Vestfirði. Sjómennirnir sem komu að dýrinu hífðu það um borð í bát sinn og hengdu. Þetta dráp olli harðvítugum deilum sem enduðu með því að dýrið var gert upptækt, stoppað upp og er nú haft til sýnis á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Árið 1988 var ungt bjarndýr fellt í Fljótum í Skagafirði. Það var stoppað upp og haft til sýnis á Náttúrugripasafninu í Varmahlíð. Fæst þeirra dýra sem felld hafa verið á eða við Ísland hafa varðveist. Þó eru til nokkur uppstoppuð dýr sem höfð hafa verið til sýnis víða um land. Svonefndur Grímseyjarbjörn sem unninn var við Grímsey árið 1969 er til að mynda varðveittur á Náttúrugripasafni Þingeyinga í Húsavík.

Síðasta heimsókn hvítabjarnar hingað til lands var september árið 2024. Þann 19. september upp úr hádegi tilkynnti kona í sumarhúsi á Höfðaströnd í Jökulfjörðum um hvítabjörn á vappi í kring um bústaðinn. Dýrið var fellt sama dag og reyndist vera húnn, um 150 til 200 kg.

Átta árum fyrr, eða 16. júlí árið 2016, barst tilkynning til lögreglunnar á Sauðárkróki um að hvítabjörn hafði sést við Hvalnes á Skaga. Það dýr var fellt skömmu síðar en um stálpaða birnu var að ræða.

Síðasta heimsókn hvítabjarnar hingað til lands var september árið 2024. Þá sást til hvítabjarnar á vappi nálægt sumarhúsi á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Það reyndist vera húnn, um 150 til 200 kg, og var hann felldur sama dag og tilkynningin barst.

Það er mjög misjafnt hve algengar ísbjarnakomur eru og skera harðindakaflar sig þar úr. Alla síðustu öld er vitað um 71 dýr sem “heimsóttu” landann, þar af komu að minnsta kosti 27 dýr á land frostveturinn 1917-1918. Mesti “ísbjarnavetur” sem sögur fara af er hins vegar hinn harði hafísvetur 1880-81, en heimildir eru fyrir því að þá hafi alls 63 dýr komið hér á land. Flest þessara dýra komu eftir áramót þann vetur þegar hafís lá vikum saman meðfram landi.

Íslendingar hafa iðulega tekið frekar óblíðlega á móti þessu stóra rándýri þegar það hefur flækst hingað til lands. Hvítabirnirnir hafa venjulega verið vegnir, enda mikill fengur í slíkri skepnu í harðbýlu landi þar sem kjör voru kröpp. Nú eru hins vegar breyttir tímar og því ástæðulaust að drepa dýrin við hvert tækifæri nema mannslífum eða verðmætum sé ógnað.

Vorið 1993 var samþykkt á Alþingi frumvarp sem meðal annars kveður á um að bannað sé að veiða ísbirni á hafís eða sundi, en heimilt að fanga lifandi björn og flytja þangað sem hann veldur ekki usla. Eftir stendur þó að leyfilegt er að fella björn sem ógnar mannslífum eða búsmala.

Með þessu frumvarpi voru Íslendingar að koma til móts við þau lönd þar sem hvítabirnir halda til að staðaldri. Þessi lönd skrifuðu undir samning um verndun hans árið 1973, en þá var tegundin talin hætt komin vegna ofveiði. Nokkrar undantekningar eru þó frá þessari verndun, til dæmis eru kvótar settir á svokallaðar frumbyggjaveiðar á Grænlandi og í Kanada.

Höfundur þakkar Ævari Pedersen dýrafræðingi fyrir gagnlegar ábendingar við gerð þessa svars.

Heimildir og mynd:
  • Ævar Petersen og Þórir Haraldsson 1993. Komur hvítabjarna til Íslands fyrr og síðar. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.). Villt íslensk spendýr. Hið íslenska náttúrufræðifélag - Landvernd, Reykjavík, bls. 74-78.
  • Safnahúsið á Húsavík. (Skoðað 04.04.2013).
  • Lögreglan á Vestfjörðum | Lögreglan. (Sótt 20.09.2024).

Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni sendi okkur eftirfarandi bréf í júní 2008:
Af þeirri umræðu sem skapaðist vegna komu ísbjarnar til landsin nú á dögunum þá hef ég ekki rekist á í upptalningu á síðustu komum ísbjarna til landsins upplýsingar um ísbjörn sem gekk á land á Ásbúðum á Skaga í febrúar 1971. Um það má m.a lesa í öldinni okkar auk þess sem bændur á Hrauni og Víkum muna þetta vel. Mér datt í hug að bæta þessu í pottinn.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvenær kom ísbjörn síðast á land á Íslandi?
  • Hvað verður um ísbirni sem skotnir eru við Ísland?
...