Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur áfengi á virkni penisilíns?

Þórdís Kristinsdóttir

Uppgötvun penisilíns er meðal stærri skrefa í sögu læknisfræðinnar. Breski vísindamaðurinn Alexander Fleming uppgötvaði penisilín fyrir slysni árið 1928. Fleming var að rannsaka áhrif ýmissa efna á gerlagróður og sá þegar hann kom heim úr fríi að gerlagróðurinn hafði hamið vöxt á Staphylococcus sem er heiti ýmissa hnattlaga baktería. Hann gerði sér þó ekki grein fyrir mikilvægi uppgötvunar sinnar fyrr en 1940 en þá voru fleiri komnir á sporið. Penisilín var fyrst notað árið 1941 og þótti algjört töfralyf þegar það kom á markað. Það virkaði gegn ýmsum banvænum sjúkdómum, svo sem lungnabólgu og heilahimnubólgu, auk kynsjúkdóma.

Alkóhól hefur áhrif á virkni margra lyfja en penisilín og flest önnur sýklalyf falla ekki í þann flokk. Undantekningar eru þó sýklalyf á borð við tetracyclin og doxycyclin, en þau áhrif eru læknum og lyfjafræðingum vel kunn.

Alkóhól hefur ekki bein áhrif á virkni penisilíns. Samt sem áður er penisilín yfirleitt aðeins gefið til styttri tíma og því er best að gæta hófs og helst sleppa áfengi alveg á þeim tíma til þess að ná góðum og skjótum bata.

Á 6. áratugnum mæltu læknar á heilsugæslustöðvum er sérhæfðu sig í meðhöndlun kynsjúkdóma harðlega gegn því að neyta áfengis samhliða sýklalyfjanotkun. Siðferðislegar frekar en lyfjafræðilegar ástæður lágu þó þar að baki þar sem læknar óttuðust að áfengið gerði fólk léttara á bárunni. Það myndi þá smita aðra af þeim kynsjúkdómi sem það bar, áður en sýklalyfin gegn honum hefðu virkað að fullu. Trúin um skaðleg áhrif samneyslu alkóhóls og penisilíns gæti verið runnin frá þessu.

Alkóhól hefur þó áhrif á sum önnur nútímalyf en samneysla getur þá valdið ógleði, magakrömpum, höfuðverk, auknum hjartslætti og roða. Læknar og lyfjafræðingar eru þó vísir með að láta sjúklinga vita þegar slíkum lyfjum er ávísað.

Alkóhól hefur víðtæk áhrif á líkamann, það veldur til dæmis auknu álagi á ónæmiskerfi og lifur, slævir dómgreind, eykur árásarhneigð og getur dregið úr orku. Neysla áfengis getur einnig tengst því að vaka fram eftir þannig að líkaminn fær ekki næga hvíld. Þótt alkóhól hafi ekki bein áhrif á virkni penisilíns hafa þessir þættir sérstaklega slæm áhrif á fólk sem er að ná sér eftir veikindi og geta hægt á bataferlinu. Penisilín er yfirleitt aðeins gefið til styttri tíma og því er best að gæta hófs og helst sleppa áfengi alveg á þeim tíma til þess að ná góðum og skjótum bata.

Heimild:

Mynd:

Fleiri spyrjendur:
Auður Ingimarsdóttir, Eyþór Ingason, Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Sigrún Þóra Sveinsdóttir, Hlín Baldursdóttir, Edda Þorsteinsdóttir.

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.10.2012

Spyrjandi

Sólveig Huld Jónsdóttir, Helgi Már Gíslason, Lilja Hrönn og fleiri

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða áhrif hefur áfengi á virkni penisilíns?“ Vísindavefurinn, 19. október 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53339.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 19. október). Hvaða áhrif hefur áfengi á virkni penisilíns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53339

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða áhrif hefur áfengi á virkni penisilíns?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53339>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur áfengi á virkni penisilíns?
Uppgötvun penisilíns er meðal stærri skrefa í sögu læknisfræðinnar. Breski vísindamaðurinn Alexander Fleming uppgötvaði penisilín fyrir slysni árið 1928. Fleming var að rannsaka áhrif ýmissa efna á gerlagróður og sá þegar hann kom heim úr fríi að gerlagróðurinn hafði hamið vöxt á Staphylococcus sem er heiti ýmissa hnattlaga baktería. Hann gerði sér þó ekki grein fyrir mikilvægi uppgötvunar sinnar fyrr en 1940 en þá voru fleiri komnir á sporið. Penisilín var fyrst notað árið 1941 og þótti algjört töfralyf þegar það kom á markað. Það virkaði gegn ýmsum banvænum sjúkdómum, svo sem lungnabólgu og heilahimnubólgu, auk kynsjúkdóma.

Alkóhól hefur áhrif á virkni margra lyfja en penisilín og flest önnur sýklalyf falla ekki í þann flokk. Undantekningar eru þó sýklalyf á borð við tetracyclin og doxycyclin, en þau áhrif eru læknum og lyfjafræðingum vel kunn.

Alkóhól hefur ekki bein áhrif á virkni penisilíns. Samt sem áður er penisilín yfirleitt aðeins gefið til styttri tíma og því er best að gæta hófs og helst sleppa áfengi alveg á þeim tíma til þess að ná góðum og skjótum bata.

Á 6. áratugnum mæltu læknar á heilsugæslustöðvum er sérhæfðu sig í meðhöndlun kynsjúkdóma harðlega gegn því að neyta áfengis samhliða sýklalyfjanotkun. Siðferðislegar frekar en lyfjafræðilegar ástæður lágu þó þar að baki þar sem læknar óttuðust að áfengið gerði fólk léttara á bárunni. Það myndi þá smita aðra af þeim kynsjúkdómi sem það bar, áður en sýklalyfin gegn honum hefðu virkað að fullu. Trúin um skaðleg áhrif samneyslu alkóhóls og penisilíns gæti verið runnin frá þessu.

Alkóhól hefur þó áhrif á sum önnur nútímalyf en samneysla getur þá valdið ógleði, magakrömpum, höfuðverk, auknum hjartslætti og roða. Læknar og lyfjafræðingar eru þó vísir með að láta sjúklinga vita þegar slíkum lyfjum er ávísað.

Alkóhól hefur víðtæk áhrif á líkamann, það veldur til dæmis auknu álagi á ónæmiskerfi og lifur, slævir dómgreind, eykur árásarhneigð og getur dregið úr orku. Neysla áfengis getur einnig tengst því að vaka fram eftir þannig að líkaminn fær ekki næga hvíld. Þótt alkóhól hafi ekki bein áhrif á virkni penisilíns hafa þessir þættir sérstaklega slæm áhrif á fólk sem er að ná sér eftir veikindi og geta hægt á bataferlinu. Penisilín er yfirleitt aðeins gefið til styttri tíma og því er best að gæta hófs og helst sleppa áfengi alveg á þeim tíma til þess að ná góðum og skjótum bata.

Heimild:

Mynd:

Fleiri spyrjendur:
Auður Ingimarsdóttir, Eyþór Ingason, Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Sigrún Þóra Sveinsdóttir, Hlín Baldursdóttir, Edda Þorsteinsdóttir.
...