Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík?

Finnur Ingimarsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað getur þú sagt mér um Tjörnina í Reykjavík og stærð (flatarmál) hennar?
  • Hvað er Reykjavíkurtjörn djúp?

Öll stöðuvötn hafa svæði í kring um sig sem kallað er vatnasvið, en regn sem fellur á þetta svæði rennur í átt að viðkomandi stöðuvatni. Þessi svæði geta verið mjög misstór og þau mótast af landslaginu í kring um vatnið. Vatnasvið Þingvallavatns nær til dæmis upp í Langjökul.

Vatnasvið Tjarnarinnar er mjög lítið, nær upp í Þingholtin, Landakotshæðina og svo eru frekar óljós mörk á flugvallarsvæðinu. Vatnasviðið er talið vera um 3 km2 að stærð en stór hluti þess er undir húsum, gangstéttum og götum og er regnvatni (ofanvatni) af þessu yfirborði safnað saman í fráveitu beint út í sjó. Regn sem fellur á garða og opin svæði seitlar niður í jarðveginn og sígur svo í átt til Tjarnarinnar en að auki er allstór hluti rennslis í Tjörnina tilkominn vegna yfirfalls frá starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni.

Tjörnin skiptist í nokkra hluta.

Tjörnin er alls um 8,7 ha að stærð og skiptist í nokkra hluta. Norðan Hringbrautar eru Norðurtjörn og Suðurtjörn sem skiljast að með Skothúsvegi, Þorfinnstjörn er við Hljómskálagarðinn. Svo eru tveir hlutar í Vatnsmýrinni sjálfri, Vatnsmýrartjörn og Hústjörn en þessir hlutar eru að mestu manngerðir. Meðaldýpi er aðeins mismunandi eftir vatnshlutum, Norðurtjörnin er að meðaltali um 50 cm en mesta dýpi hefur mælst 90 cm. Suðurtjörnin er nokkuð jafndjúp, um 50 cm. Hústjörnin er dýpst, 1,1 m og dýpið er nokkuð jafnt en Vatnsmýrartjörnin er grynnst með mesta dýpi upp á 35 cm.

Mynd:
  • Já.is. Texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. (Sótt 9.5.2022).

Höfundur

Finnur Ingimarsson

forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs

Útgáfudagur

12.5.2022

Spyrjandi

Snorri Björnsson, Ragnhildur Halldórsdóttir, Ágúst Ámundason, Sigurður Svavarsson

Tilvísun

Finnur Ingimarsson. „Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27522.

Finnur Ingimarsson. (2022, 12. maí). Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27522

Finnur Ingimarsson. „Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27522>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað getur þú sagt mér um Tjörnina í Reykjavík og stærð (flatarmál) hennar?
  • Hvað er Reykjavíkurtjörn djúp?

Öll stöðuvötn hafa svæði í kring um sig sem kallað er vatnasvið, en regn sem fellur á þetta svæði rennur í átt að viðkomandi stöðuvatni. Þessi svæði geta verið mjög misstór og þau mótast af landslaginu í kring um vatnið. Vatnasvið Þingvallavatns nær til dæmis upp í Langjökul.

Vatnasvið Tjarnarinnar er mjög lítið, nær upp í Þingholtin, Landakotshæðina og svo eru frekar óljós mörk á flugvallarsvæðinu. Vatnasviðið er talið vera um 3 km2 að stærð en stór hluti þess er undir húsum, gangstéttum og götum og er regnvatni (ofanvatni) af þessu yfirborði safnað saman í fráveitu beint út í sjó. Regn sem fellur á garða og opin svæði seitlar niður í jarðveginn og sígur svo í átt til Tjarnarinnar en að auki er allstór hluti rennslis í Tjörnina tilkominn vegna yfirfalls frá starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni.

Tjörnin skiptist í nokkra hluta.

Tjörnin er alls um 8,7 ha að stærð og skiptist í nokkra hluta. Norðan Hringbrautar eru Norðurtjörn og Suðurtjörn sem skiljast að með Skothúsvegi, Þorfinnstjörn er við Hljómskálagarðinn. Svo eru tveir hlutar í Vatnsmýrinni sjálfri, Vatnsmýrartjörn og Hústjörn en þessir hlutar eru að mestu manngerðir. Meðaldýpi er aðeins mismunandi eftir vatnshlutum, Norðurtjörnin er að meðaltali um 50 cm en mesta dýpi hefur mælst 90 cm. Suðurtjörnin er nokkuð jafndjúp, um 50 cm. Hústjörnin er dýpst, 1,1 m og dýpið er nokkuð jafnt en Vatnsmýrartjörnin er grynnst með mesta dýpi upp á 35 cm.

Mynd:
  • Já.is. Texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. (Sótt 9.5.2022).

...