Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?

Sigurður Steinþórsson

Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu.

Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstiléttinn og þenjast út þannig að rúmmálið margfaldast og hún freyðir.

Basaltgjall myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Græn slikja stafar af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu.

Hreint (kristal-laust) basaltgler er brúnt að lit en yfirleitt er basaltgjall ýmist svart eða rautt — samanber Rauðhóla við Reykjavík og Seyðishóla í Grímsnesi. Þessir litir stafa af mismikilli oxun járnsins í bráðinni við snertingu andrúmsloftsins (svart gjall) og af enn hraðari oxun fyrir áhrif vatnsgufu í og yfir gígnum (rautt gjall). Oxunin veldur örri kristöllun smásærra málmsteinda í bráðinni um leið og hún frýs. Við litla vatnsgufu gerir svart magnetít (seguljárnsteinn, FeO Fe2O3) gjallið svart en við hraðari oxun í meiri vatnsgufu myndar hematít (blóðsteinn, Fe2O3) rautt gjall.

Vatn (vatnsgufa) er það sem veldur oxun í bergbráð: við háan hita sundrast vatnið í vetni (H) og súrefni (O) þannig:

\[2H_{2}O = 2H_{2} + O_{2}\]Vetnið rýkur burt margfalt hraðar en súrefnið sem oxar járn í bráðinni, úr tvígildu Fe(II) í þrígilt Fe(III):

\[4Fe^{(II)}O + O_{2} = 2Fe^{(III)}_{2}O_{3}\]

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

14.5.2013

Spyrjandi

Þóroddur Þóroddsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15346.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 14. maí). Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15346

Sigurður Steinþórsson. „Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15346>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?
Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu.

Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstiléttinn og þenjast út þannig að rúmmálið margfaldast og hún freyðir.

Basaltgjall myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Græn slikja stafar af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu.

Hreint (kristal-laust) basaltgler er brúnt að lit en yfirleitt er basaltgjall ýmist svart eða rautt — samanber Rauðhóla við Reykjavík og Seyðishóla í Grímsnesi. Þessir litir stafa af mismikilli oxun járnsins í bráðinni við snertingu andrúmsloftsins (svart gjall) og af enn hraðari oxun fyrir áhrif vatnsgufu í og yfir gígnum (rautt gjall). Oxunin veldur örri kristöllun smásærra málmsteinda í bráðinni um leið og hún frýs. Við litla vatnsgufu gerir svart magnetít (seguljárnsteinn, FeO Fe2O3) gjallið svart en við hraðari oxun í meiri vatnsgufu myndar hematít (blóðsteinn, Fe2O3) rautt gjall.

Vatn (vatnsgufa) er það sem veldur oxun í bergbráð: við háan hita sundrast vatnið í vetni (H) og súrefni (O) þannig:

\[2H_{2}O = 2H_{2} + O_{2}\]Vetnið rýkur burt margfalt hraðar en súrefnið sem oxar járn í bráðinni, úr tvígildu Fe(II) í þrígilt Fe(III):

\[4Fe^{(II)}O + O_{2} = 2Fe^{(III)}_{2}O_{3}\]

Mynd:

...