Var Ísland þekkt löngu fyrr? Var gríski landkönnuðurinn Pýþeas til dæmis að lýsa Íslandi þegar hann ræddi um landið Thule í bók sinni um 300 f.kr.? Ýmislegt mælir gegn því, til dæmis að Thule er byggt fólki í frásögn Pýþeasar og sannarlega bendir ekkert til að hér hafi búið fólk 300 f.kr.! Annað í lýsingu hans líkist landinu. Hér getum við ekkert staðhæft með vísindalegu öryggi, aðeins trúað getgátum eða hafnað þeim. Annað mál er að auðvitað eru á því miklar líkur að hingað hafi villst skip sem voru á norðurleið, til dæmis Miðjarðarhafsþjóðir í leit að rafi eða tini eða einfaldlega á siglingu til nýlendunnar Bretlands (sem laut Rómverjum frá árinu 44 e.kr.). En nær engar líkur eru á því að fólk hafi haft fasta búsetu á landinu fyrr en löngu seinna. Hér ber að hafa í huga að þau lönd sem liggja við Atlantshafsströnd Norður- og Norðvestur-Evrópu voru mjög strjálbýl allt fram til um það bil 600 e.kr. Segja má að þessi lönd hafi verið að byggjast fram að þeim tíma og engin þörf var á því að sækja til landa úti á hafinu fyrr en landnámi var nokkurn veginn lokið á meginlandi Norður- og Norðvestur-Evrópu. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver gaf Íslandi það nafn? eftir Vigni Má Lýðsson
- Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? eftir Gunnar Karlsson
- Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar? eftir Svavar Sigmundsson
- Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum? eftir Sverri Jakobsson
- Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? eftir Orra Vésteinsson
- Wikipedia.com. Sótt 4.8.2010.
Kára Tulinius er þökkuð athugasemd við rithátt á nafni írska munksins Dicuil, sem einnig er nefndur Dicuilus í íslenskum ritum.