Örnefni á þessum slóðum sem bera norræn einkenni eru til dæmis með orðunum bekkr (= lækur), Houlbec, Carbec, holmr (hólmur), Torhulmus, Le Homme, lundr (lundur), Bouquelon (ef til vill = beykilundur) og Yquelon (ef til vill = eikilundur). Þessir nafnliðir allir eru líka mjög algengir í nöfnum landnáma í Norðvestur-Englandi. Líklegt er að dalur sem er algengt í örnefnum í Normandie sem síðari liður, -dale, eða ósamsett La Dale, sé frá Skandínövum kominn. Sama er um orðið þveit (= rjóður), sem er í samsetningum -tuit, eða ósamsett Le Thuit. Samband milli eyjanna norðan og vestan Skotlands og Normandie kemur fram í örnefnunum Summelleville (af Sumarliði) og Brectouville (af Bretakollr) í Normandie, þar sem mannanöfnin Sumarliði og Bretakollr voru sérstök fyrir skosku eyjarnar. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær? eftir ÞV
- Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu? eftir Þorstein Helgason
- Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum? eftir Sverri Jakobsson
- Wikipedia.com. Sótt 25.6.2010.