- Hvað er Osama bin Laden gamall? (Hrefna)
- Hvað þýðir al-Qaeda? (Ingi Eggert)
- Hvert er fullt nafn Osama bin Laden, hvað er hann gamall og hvenær á hann afmæli? (Tinna)
- Hversu margir létust í árásunum á Bandaríkin þann 11. september? (Baldur)
Ussama bin Laden í sjónvarpsávarpi á arabísku stöðinni Al Jazeera
Bin Laden flýði til Súdans eftir að ríkisstjórn Sádi-Arabíu tók af honum vegabréfið árið 1994. Þar setti hann á stofn og rak þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn þangað til hann var hrakinn úr landi árið 1996. Síðar sneri hann aftur til Afganistan þar sem hann dvaldi í skjóli ógnarstjórnar Talibana. Í röð fatwas („trúarskoðana“) sem hann birti árin 1996-1998 lýsti bin Laden yfir jihad eða heilögu stríði gegn Bandaríkjunum. Þar sakaði hann Bandaríkin meðal annars um að styðja óvini Íslam og að eyða náttúruauðlindum múslímaríkja. Lokamarkmið hans var talin sköpun eins íslamsks ríkis og með það fyrir augnamiði reyndi hann ítrekað að etja Bandaríkjunum út í mikið stríð þar sem hófsömum múslimskum ríkisstjórnum yrði kollvarpað. Þúsundir meðlima gengu í al-Kaeda víða um heim og eiga þeir sök á mörgum hræðilegum hryðjuverkaárásum eins og flestum er kunnugt um. Má þar nefna sprengjuárásina á World Trade Center í New York-borg árið 1993; bílasprengjuárás gegn bandarískum skotmörkum í Sádi-Arabíu árið 1996; morð á ferðamönnum í Egyptalandi árið 1997; sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna í Nairóbí í Kenýa og Dar es Salaam í Tansaníu og sjálfsmorðssprengjuárásina á bandaríska herskipið Cole í Aden í Jemen árið 2000. Skemmst er að minnast árásar al-Kaeda á lestarstöð í Madríd á Spáni árið 2004. Þekktustu árásir al-Kaeda eru að sjálfsögðu árásirnar hinn 11. september 2001 þegar 19 hryðjuverkamenn rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York og einni á Pentagon í Washington. Fjórða vélin brotlenti í sveit í Pennsylvaniu. Á vefsíðunni September11victims.com kemur fram að í þessum árásum hafi 2996 manns af 91 þjóðerni látið lífið.
11. september, 2001.
- Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju? eftir Magnús Þorkel Bernharðsson
- Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu? eftir Helgu Sverrisdóttur og Ulriku Andersson
- Hvað er jihad? eftir Magnús Þorkel Bernharðsson