Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson

Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhluta landsins og við Persaflóa. Sádar hófu olíuvinnslu árið 1938 og síðan þá hefur olíuútflutningur verið 3/4 af heildartekjum landsins. Fjórðungur af allri olíu sem vitað er um í heiminum er í Sádí-Arabíu. Þar á meðal er ein stærsta olíulind heims, Al-Ghawar, en þaðan kemur um 26% af allri olíu heimsins. Olíuvinnslan er öll á vegum ríkisins. Þrátt fyrir að vera eitt af ríkustu löndum heims er mikill halli á fjárlögum landsins. Í ár, 2002, er hallinn áætlaður 12 billjónir dollara. Atvinnuleysi er 15 til 20% en mikill meirihluti vinnuaflsins eða 65% er erlent vinnuafl.

Sádí-Arabía dregur nafn sitt af ráðandi valdhöfum í landinu, Al Sád fjölskyldunni. Allir þeir sem tilheyra Al Sád ættinni eru skyldir fyrsta konungnum Ibn Sád sem lagði undir sig meginhluta Arabíuskagans á árunum 1901 til 1934. Ibn Sád tók sér konungsnafnbót og gaf ríkinu sitt eigið nafn Sádí-Arabía við stofnun þess árið 1932. Núverandi kóngur Sádí-Arabíu sést á myndinni hér til hliðar. Sá heitir Fahd bin Abd al-Aziz Al Sád. Hann hefur verið við stjórnvölinn síðan 1982. Fhad hefur þjáðst af veikindum í kjölfar nokkurra hjartaáfalla og bróðir hans krónprins Abdullah hefur sinnt daglegum embættisverkum konungs. Konungurinn er einvaldur og Al Sád fjölskyldan sem talin er telja nokkur þúsund meðlimi fer með öll mikilvægustu embætti landsins.

Sádí-Arabía er stórt land, um 21 sinni stærra en Ísland, og mestur hluti þess er eyðimörk og sandur. Heitt er í veðri í Sádí-Arabíu, þar rignir sjaldan og sandbyljir eru tíðir. Ekki er vitað um nákvæma íbúatölu landsins en talið er íbúar séu kringum 23 milljónir. Þjóðin fer stækkandi því að hver kona eignast að meðaltali 6,25 börn sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Sádí-Arabar eru mjög einsleit þjóð. Flestir sem fæddir eru í landinu tilheyra einhverjum ættbálki, tala arabísku og eru múslimar. Ættbálkar gegna enn mikilvægu hlutverki þó að dregið hafi úr pólítískum áhrifum þeirra eftir að hirðingjalíf lagðist af að mestu og fólk kom sér fyrir í borgum.

Fyrir utan olíu- og gasútflutning hefur verið lögð áhersla á stál- og áburðarframleiðslu. Þá hefur verið reynt að efla ræktun og er landið að mestu sjálfu sér nógt um matvæli. Hveiti, ávextir og döðlur eru meðal þess sem ræktað er.

Hið svokallaða Hijaz-svæði er í Sádí-Arabíu en þar er fæðingarstaður Múhameðs spámanns og vagga Íslams. Í Sádí-Arabíu eru tvær helgustu borgir múslima, Mekka og Medína. Þangað mega engir aðrir en múslimar koma. Árlega koma um tvær milljónir múslima frá öllum heimshornum í pílagrímsferð til Sádí-Arabíu enda er lagt fyrir múslíma í Kóraninum að fara að minnsta kosti eina slíka ferð á ævinni. Áður en olían kom til sögunnar voru pílagrímarnir ein aðaltekjulind Sádí-Araba ásamt útfluttningi á döðlum.

Al Sád fjölskyldan aðhyllist mjög stranga túlkun á Íslamstrú súnníta. Þessi túlkun nefnist wahhabismi og er landið án efa eitt heittrúðasta landið í Mið-Austurlöndum. Stjórnarskráin er byggð á lögum Íslams og embættismenn konungs sjá til þess að ströngum reglum trúarinnar sé fylgt í hvívetna. Í Sádí-Arabíu starfa engir stjórnmálaflokkar og ekkert þing. Flestir Sádar eru súnní-múslimar en lítill minnihluti eða um 400 þúsund eru shía-múslimar. Trúin hefur áhrif á allt líf í landinu. Áfengi er bannað, dansleikir, kvikmyndahús og tónleikar eru bannaðir, opinberar trúarathafnir annarra trúarbragða eru bannaðar, svo og biblíur og trúartákn eins og krossar. Þá eru reglur um klæðaburð mjög strangar.

Sérstök nefnd á vegum konungsins hefur það starf að hefta útbreiðslu á lastafullu líferni. Hún heitir á ensku Committee for the Propagation of Virtue and the Prevention of Vice. Trúarlögreglan sem kallast Mutawwai'un fylgist síðan með því að reglum nefndarinnar sé fylgt. Á meðal þess sem nefndin setur reglur um er siðsamlegur klæðaburður, að konur séu ekki í slagtogi með körlum sem þær tengjast ekki fjölskylduböndum og að allar verslanir séu lokaðar á bænastundum en múslimskir karlar biðjast fyrir fimm sinnum á sólarhring og fara þá oft í moskur.

Konur í Sádí-Arabíu þurfa að bera svartan kufl sem kallast Abaya til að hylja líkama sinn opinberlega. Auk þess þurfa þær að bera blæju sem hylur hár þeirra, axlir og hluta andlits. Þær mega sem fyrr segir ekki sjást opinberlega með öðrum körlum en eiginmönnum sínum eða skyldmennum. Skólar eru kynskiptir svo og vinnustaðir en atvinnuþáttaka sádískra kvenna er mjög lítil. Þær mega ekki keyra bíla eða ferðast um á reiðhjólum. Ef Sádar vilja gera sér dagamun og fara út að borða þarf að gæta að því að setjast á réttan stað því að veitingastaðirnir eru tvískiptir. Annars vegar er salur fyrir fjölskyldur þar sem fjölskyldur og konur í hóp mega sitja en einhleypir karlar þurfa að sitja í öðrum sal sem er merktur einhleypum.



Á McDonald's fara kynin í ólíkar raðir til að kaupa hamborgara.

Erlent vinnuafl heldur uppi efnahag landsins og mun fleiri útlendingar eru við störf í Sádí-Arabíu heldur en innfæddir, eða 2 útlendingar á móti 1 Sáda. Fólk kemur flest frá Indlandi, Egyptalandi, Pakistan, Filipseyjum og Bangladesh en einnig eru margir Vesturlandabúar við störf í Sádí-Arabíu Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda þeirra en sennilega eru þeir einhvers staðar kringum 6 milljónir. Erlenda vinnuaflið starfar við olíuvinnslu, þjónustu, verslun og við heilsugæslu. Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa reynt að minnka þessa þörf landins á erlendu vinnuafli og hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á það að mennta sitt eigið fólk til starfa.

Mannréttindasamtök hafa lengið haft horn í síðu yfirvalda í Sádí-Arabíu og ásakað þau um að virða ekki mannréttindi eins og tjáningarfrelsi og réttindi kvenna. Þau hafa áhyggjur af því að þegnar Saudi-Arabíu hafi engar opinberar leiðir til þess að koma mótmælum á framfæri við stjórn landsins því að þar er ekki lýðræði, engir þingflokkar, engin verkalýðsfélög og engin frjáls félagasamtök. Þá eru allar opinberar mótmælaaðgerðir bannaðar.

Ef einhver er staðinn að þvi að hlýða ekki reglum getur hann átt von á því að trúarlögrelgan handtaki hann. Mannréttindasamtök segjast vita mörg dæmi þess að fólk sem hafi verið handtekið af trúarlögreglunni hafi verið lamið og pyntað. Sérstaklega hafa samtökin áhyggjur af þeim milljónum manna sem koma til Saudi Arabíu til þess að vinna, ekki síst þeim sem koma frá öðrum löndum en Vesturlöndum. Mannréttindasamtök segjast hafa margar heimildir fyrir því að aðbúnaður þessa fólks sé mjög slæmur, launin lág og vinnan mikil. Þau segja að á hverju ári flýji fleiri þúsund stúlkna af þessum sökum frá heimilum í Sádí-Arabíu þar sem þær voru í vist.

Dauðarefsingar eru við lýði í Saudi-Arabíu en einnig er fólk aflimað og það hýtt í refsingarskyni. Alls voru 121 Sádar og útlendingar (þó enginn frá Vesturlöndum) hálshöggnir árið 2000 fyrir glæpi eins og morð, vopnuð rán, nauðganir og eiturlyfjasölu samkvæmt upplýsingum Reuters fréttastofunnar.

Ritskoðun er í Sádí-Arabíu. Ríkisútvarps- og sjónvarpsfélagið í Sádí-Arabíu (Broadcasting Service of the Kingdom of Saudi Arabia (BSKSA)), sem heyrir undir ráðuneyti upplýsingamála, sér um allar útvarps og sjónvarpssendingar í landinu. Gervihnattadiskar eru bannaðir en fólk notar þá samt til að fylgjast með sjónvarpi nágrannalanda. Yfirvöld í Saudi Arabíu hafa reynt að sporna við þessu en láta yfirleitt sem þau sjái ekki gervihnattadiskana á þakinu.

Dagblöðin eru í eigu yfirvalda en hægt er að nálgast dagblöð og tímarit frá öðrum löndum þótt í takmörkuðu magni sé. Ekki er óalgengt að búið sé að krassa yfir með svörtum tússpenna eða rífa í burtu ljósmyndir eða greinar sem þykja ósiðlegar eða óæskilegar. Hið sama gildir um geisladiskaumslög því að mikil sala er á vesturlenskri tónlist og öðrum vörum frá Evrópu og Bandaríkjunum þó að opinbert tónleikahald sé ekki leyft . Ef evrópsk eða bandarísk söngkona þykir sýna of mikið hold á ljósmynd á umslagi geisladisksins er því kippt í liðinn með svörtum tússpenna. Einkareknar útvarpsstöðvar eru ekki leyfðar. Lengi vel var veraldarvefurinn óaðgengilegur fyrir íbúa Saudí-Arabíu nema þá sem náðu sér í nettengingu frá nágrannaríkjunum Bahrain eða Sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Þó að veraldarvefurinn sé orðinn aðgengilegur nú hafa yfirvöld eytt miklum peningum í að útbúa síur til að notendur geti ekki komist í tæri við óæskileg eða ósiðleg vefsetur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:
  • Loftmyndin af Sádí-Arabíu var á vefsetri NASA. Sótt 5.5.2002
  • Myndin af Fahd var á vefsetri arabíska tímaritsins www.ain-al-yaqeen.com. Sótt 5.5.2002
  • Myndin af Sádum að snæða kvöldverð var á vefsetrinu World Travel Guide. Sótt 5.5.2002
  • Myndirnar úr verslunarmiðstöðinni Al Faisaliah í höfuðborg Sádí-Arabíu voru teknar af ljósmyndaranum Dafydd Jones. Sótt 5.5.2002

Höfundar

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

5.5.2002

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Rafn Steingrímsson

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2356.

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. (2002, 5. maí). Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2356

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2356>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?
Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhluta landsins og við Persaflóa. Sádar hófu olíuvinnslu árið 1938 og síðan þá hefur olíuútflutningur verið 3/4 af heildartekjum landsins. Fjórðungur af allri olíu sem vitað er um í heiminum er í Sádí-Arabíu. Þar á meðal er ein stærsta olíulind heims, Al-Ghawar, en þaðan kemur um 26% af allri olíu heimsins. Olíuvinnslan er öll á vegum ríkisins. Þrátt fyrir að vera eitt af ríkustu löndum heims er mikill halli á fjárlögum landsins. Í ár, 2002, er hallinn áætlaður 12 billjónir dollara. Atvinnuleysi er 15 til 20% en mikill meirihluti vinnuaflsins eða 65% er erlent vinnuafl.

Sádí-Arabía dregur nafn sitt af ráðandi valdhöfum í landinu, Al Sád fjölskyldunni. Allir þeir sem tilheyra Al Sád ættinni eru skyldir fyrsta konungnum Ibn Sád sem lagði undir sig meginhluta Arabíuskagans á árunum 1901 til 1934. Ibn Sád tók sér konungsnafnbót og gaf ríkinu sitt eigið nafn Sádí-Arabía við stofnun þess árið 1932. Núverandi kóngur Sádí-Arabíu sést á myndinni hér til hliðar. Sá heitir Fahd bin Abd al-Aziz Al Sád. Hann hefur verið við stjórnvölinn síðan 1982. Fhad hefur þjáðst af veikindum í kjölfar nokkurra hjartaáfalla og bróðir hans krónprins Abdullah hefur sinnt daglegum embættisverkum konungs. Konungurinn er einvaldur og Al Sád fjölskyldan sem talin er telja nokkur þúsund meðlimi fer með öll mikilvægustu embætti landsins.

Sádí-Arabía er stórt land, um 21 sinni stærra en Ísland, og mestur hluti þess er eyðimörk og sandur. Heitt er í veðri í Sádí-Arabíu, þar rignir sjaldan og sandbyljir eru tíðir. Ekki er vitað um nákvæma íbúatölu landsins en talið er íbúar séu kringum 23 milljónir. Þjóðin fer stækkandi því að hver kona eignast að meðaltali 6,25 börn sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Sádí-Arabar eru mjög einsleit þjóð. Flestir sem fæddir eru í landinu tilheyra einhverjum ættbálki, tala arabísku og eru múslimar. Ættbálkar gegna enn mikilvægu hlutverki þó að dregið hafi úr pólítískum áhrifum þeirra eftir að hirðingjalíf lagðist af að mestu og fólk kom sér fyrir í borgum.

Fyrir utan olíu- og gasútflutning hefur verið lögð áhersla á stál- og áburðarframleiðslu. Þá hefur verið reynt að efla ræktun og er landið að mestu sjálfu sér nógt um matvæli. Hveiti, ávextir og döðlur eru meðal þess sem ræktað er.

Hið svokallaða Hijaz-svæði er í Sádí-Arabíu en þar er fæðingarstaður Múhameðs spámanns og vagga Íslams. Í Sádí-Arabíu eru tvær helgustu borgir múslima, Mekka og Medína. Þangað mega engir aðrir en múslimar koma. Árlega koma um tvær milljónir múslima frá öllum heimshornum í pílagrímsferð til Sádí-Arabíu enda er lagt fyrir múslíma í Kóraninum að fara að minnsta kosti eina slíka ferð á ævinni. Áður en olían kom til sögunnar voru pílagrímarnir ein aðaltekjulind Sádí-Araba ásamt útfluttningi á döðlum.

Al Sád fjölskyldan aðhyllist mjög stranga túlkun á Íslamstrú súnníta. Þessi túlkun nefnist wahhabismi og er landið án efa eitt heittrúðasta landið í Mið-Austurlöndum. Stjórnarskráin er byggð á lögum Íslams og embættismenn konungs sjá til þess að ströngum reglum trúarinnar sé fylgt í hvívetna. Í Sádí-Arabíu starfa engir stjórnmálaflokkar og ekkert þing. Flestir Sádar eru súnní-múslimar en lítill minnihluti eða um 400 þúsund eru shía-múslimar. Trúin hefur áhrif á allt líf í landinu. Áfengi er bannað, dansleikir, kvikmyndahús og tónleikar eru bannaðir, opinberar trúarathafnir annarra trúarbragða eru bannaðar, svo og biblíur og trúartákn eins og krossar. Þá eru reglur um klæðaburð mjög strangar.

Sérstök nefnd á vegum konungsins hefur það starf að hefta útbreiðslu á lastafullu líferni. Hún heitir á ensku Committee for the Propagation of Virtue and the Prevention of Vice. Trúarlögreglan sem kallast Mutawwai'un fylgist síðan með því að reglum nefndarinnar sé fylgt. Á meðal þess sem nefndin setur reglur um er siðsamlegur klæðaburður, að konur séu ekki í slagtogi með körlum sem þær tengjast ekki fjölskylduböndum og að allar verslanir séu lokaðar á bænastundum en múslimskir karlar biðjast fyrir fimm sinnum á sólarhring og fara þá oft í moskur.

Konur í Sádí-Arabíu þurfa að bera svartan kufl sem kallast Abaya til að hylja líkama sinn opinberlega. Auk þess þurfa þær að bera blæju sem hylur hár þeirra, axlir og hluta andlits. Þær mega sem fyrr segir ekki sjást opinberlega með öðrum körlum en eiginmönnum sínum eða skyldmennum. Skólar eru kynskiptir svo og vinnustaðir en atvinnuþáttaka sádískra kvenna er mjög lítil. Þær mega ekki keyra bíla eða ferðast um á reiðhjólum. Ef Sádar vilja gera sér dagamun og fara út að borða þarf að gæta að því að setjast á réttan stað því að veitingastaðirnir eru tvískiptir. Annars vegar er salur fyrir fjölskyldur þar sem fjölskyldur og konur í hóp mega sitja en einhleypir karlar þurfa að sitja í öðrum sal sem er merktur einhleypum.



Á McDonald's fara kynin í ólíkar raðir til að kaupa hamborgara.

Erlent vinnuafl heldur uppi efnahag landsins og mun fleiri útlendingar eru við störf í Sádí-Arabíu heldur en innfæddir, eða 2 útlendingar á móti 1 Sáda. Fólk kemur flest frá Indlandi, Egyptalandi, Pakistan, Filipseyjum og Bangladesh en einnig eru margir Vesturlandabúar við störf í Sádí-Arabíu Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda þeirra en sennilega eru þeir einhvers staðar kringum 6 milljónir. Erlenda vinnuaflið starfar við olíuvinnslu, þjónustu, verslun og við heilsugæslu. Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa reynt að minnka þessa þörf landins á erlendu vinnuafli og hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á það að mennta sitt eigið fólk til starfa.

Mannréttindasamtök hafa lengið haft horn í síðu yfirvalda í Sádí-Arabíu og ásakað þau um að virða ekki mannréttindi eins og tjáningarfrelsi og réttindi kvenna. Þau hafa áhyggjur af því að þegnar Saudi-Arabíu hafi engar opinberar leiðir til þess að koma mótmælum á framfæri við stjórn landsins því að þar er ekki lýðræði, engir þingflokkar, engin verkalýðsfélög og engin frjáls félagasamtök. Þá eru allar opinberar mótmælaaðgerðir bannaðar.

Ef einhver er staðinn að þvi að hlýða ekki reglum getur hann átt von á því að trúarlögrelgan handtaki hann. Mannréttindasamtök segjast vita mörg dæmi þess að fólk sem hafi verið handtekið af trúarlögreglunni hafi verið lamið og pyntað. Sérstaklega hafa samtökin áhyggjur af þeim milljónum manna sem koma til Saudi Arabíu til þess að vinna, ekki síst þeim sem koma frá öðrum löndum en Vesturlöndum. Mannréttindasamtök segjast hafa margar heimildir fyrir því að aðbúnaður þessa fólks sé mjög slæmur, launin lág og vinnan mikil. Þau segja að á hverju ári flýji fleiri þúsund stúlkna af þessum sökum frá heimilum í Sádí-Arabíu þar sem þær voru í vist.

Dauðarefsingar eru við lýði í Saudi-Arabíu en einnig er fólk aflimað og það hýtt í refsingarskyni. Alls voru 121 Sádar og útlendingar (þó enginn frá Vesturlöndum) hálshöggnir árið 2000 fyrir glæpi eins og morð, vopnuð rán, nauðganir og eiturlyfjasölu samkvæmt upplýsingum Reuters fréttastofunnar.

Ritskoðun er í Sádí-Arabíu. Ríkisútvarps- og sjónvarpsfélagið í Sádí-Arabíu (Broadcasting Service of the Kingdom of Saudi Arabia (BSKSA)), sem heyrir undir ráðuneyti upplýsingamála, sér um allar útvarps og sjónvarpssendingar í landinu. Gervihnattadiskar eru bannaðir en fólk notar þá samt til að fylgjast með sjónvarpi nágrannalanda. Yfirvöld í Saudi Arabíu hafa reynt að sporna við þessu en láta yfirleitt sem þau sjái ekki gervihnattadiskana á þakinu.

Dagblöðin eru í eigu yfirvalda en hægt er að nálgast dagblöð og tímarit frá öðrum löndum þótt í takmörkuðu magni sé. Ekki er óalgengt að búið sé að krassa yfir með svörtum tússpenna eða rífa í burtu ljósmyndir eða greinar sem þykja ósiðlegar eða óæskilegar. Hið sama gildir um geisladiskaumslög því að mikil sala er á vesturlenskri tónlist og öðrum vörum frá Evrópu og Bandaríkjunum þó að opinbert tónleikahald sé ekki leyft . Ef evrópsk eða bandarísk söngkona þykir sýna of mikið hold á ljósmynd á umslagi geisladisksins er því kippt í liðinn með svörtum tússpenna. Einkareknar útvarpsstöðvar eru ekki leyfðar. Lengi vel var veraldarvefurinn óaðgengilegur fyrir íbúa Saudí-Arabíu nema þá sem náðu sér í nettengingu frá nágrannaríkjunum Bahrain eða Sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Þó að veraldarvefurinn sé orðinn aðgengilegur nú hafa yfirvöld eytt miklum peningum í að útbúa síur til að notendur geti ekki komist í tæri við óæskileg eða ósiðleg vefsetur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:
  • Loftmyndin af Sádí-Arabíu var á vefsetri NASA. Sótt 5.5.2002
  • Myndin af Fahd var á vefsetri arabíska tímaritsins www.ain-al-yaqeen.com. Sótt 5.5.2002
  • Myndin af Sádum að snæða kvöldverð var á vefsetrinu World Travel Guide. Sótt 5.5.2002
  • Myndirnar úr verslunarmiðstöðinni Al Faisaliah í höfuðborg Sádí-Arabíu voru teknar af ljósmyndaranum Dafydd Jones. Sótt 5.5.2002
...