Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða efni er EPO?

Þuríður Þorbjarnardóttir

EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og flutningsgetu rauðkorna. Flutningsgetan er aftur á móti háð magni rauðkorna í umferð en þau flytja súrefnið í blóðinu.

Ef eitthvað verður til þess að minna súrefni berst til vefja og þar með nýrna, til dæmis blæðing, greina nýrnafrumur sem mynda rauðkornavaka það og svara þessu áreiti með því að mynda og seyta meira af rauðkornavaka út í blóðið. Hann berst meðal annars til blóðmergs og veldur þar aukinni framleiðslu á rauðkornum. Fjölgun rauðkorna leiðir til aukinnar flutningsgetu súrefnis og súrefnismagn blóðs hækkar á ný. Samvægi líkamans er þannig viðhaldið.

Sama ferli fer í gang ef farið er upp í há fjöll þar sem loftið er þunnt, en það þýðir í raun að súrefnismagn andrúmslofts er minna. Minna súrefni í andrúmslofti leiðir til þess að minna er af súrefni í blóði. Líkaminn svarar með því að auka framleiðslu rauðkorna svo að hægt sé að flytja allt það súrefni sem þó er til staðar.

Dæmi eru um að íþróttamenn fari til fjalla á æfingatíma fyrir erfiða keppni í þeim tilgangi að fjölga rauðkornum. Það kemur síðan að gagni þegar komið er nær sjávarmáli á ný, þar sem fleiri rauðkorn þýða meiri súrefnisflutningsgetu og um leið aukið þol. Komið hefur fyrir að íþróttamenn hafi tekið inn EPO í lyfjaformi til að fá fram sömu áhrif, en EPO er á lista Alþjóða Ólympíunefndarinnar yfir bönnuð efni.

Lesa má um EPO og fleiri efni í pistli Jóns Péturs Einarssonar lyfjafræðings á doktor.is.

Höfundur

Útgáfudagur

25.10.2002

Spyrjandi

Haukur Hallsson, f. 1989

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða efni er EPO?“ Vísindavefurinn, 25. október 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2818.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 25. október). Hvaða efni er EPO? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2818

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða efni er EPO?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2818>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða efni er EPO?
EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og flutningsgetu rauðkorna. Flutningsgetan er aftur á móti háð magni rauðkorna í umferð en þau flytja súrefnið í blóðinu.

Ef eitthvað verður til þess að minna súrefni berst til vefja og þar með nýrna, til dæmis blæðing, greina nýrnafrumur sem mynda rauðkornavaka það og svara þessu áreiti með því að mynda og seyta meira af rauðkornavaka út í blóðið. Hann berst meðal annars til blóðmergs og veldur þar aukinni framleiðslu á rauðkornum. Fjölgun rauðkorna leiðir til aukinnar flutningsgetu súrefnis og súrefnismagn blóðs hækkar á ný. Samvægi líkamans er þannig viðhaldið.

Sama ferli fer í gang ef farið er upp í há fjöll þar sem loftið er þunnt, en það þýðir í raun að súrefnismagn andrúmslofts er minna. Minna súrefni í andrúmslofti leiðir til þess að minna er af súrefni í blóði. Líkaminn svarar með því að auka framleiðslu rauðkorna svo að hægt sé að flytja allt það súrefni sem þó er til staðar.

Dæmi eru um að íþróttamenn fari til fjalla á æfingatíma fyrir erfiða keppni í þeim tilgangi að fjölga rauðkornum. Það kemur síðan að gagni þegar komið er nær sjávarmáli á ný, þar sem fleiri rauðkorn þýða meiri súrefnisflutningsgetu og um leið aukið þol. Komið hefur fyrir að íþróttamenn hafi tekið inn EPO í lyfjaformi til að fá fram sömu áhrif, en EPO er á lista Alþjóða Ólympíunefndarinnar yfir bönnuð efni.

Lesa má um EPO og fleiri efni í pistli Jóns Péturs Einarssonar lyfjafræðings á doktor.is....