Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 12 svör fundust
Hvað halda menn með pomp og prakt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það er alltaf talað um að eitthvað sé haldið með pomp og prakt en hvað er þetta pomp og prakt? Orðasambandið með pomp(i) og prakt er fengið að láni úr dönsku, med pomp og prakt. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog ober det danske sprog, er pomp gefið í merkingunni...
Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vinnur einhver við að hreinsa upp hræin? Þegar fréttist af dauðum fuglum á Tjörninni taka Meindýravarnir borgarinnar að sér að fjarlægja hræin. Dauðar endur, gæsir og álftir eru afhentar Karli Skírnissyni líffræðingi á ...
Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?
Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...
Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?
Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð að leggja hornstein að byggingum er upprunnin en sumir vilja rekja hana aftur til Sargons konungs í Babylóníu sem á að hafa verið uppi um 3.800 f.Kr. Í katólsku alfræðiriti er því slegið fram að sú venja að grafa gull og silfur undir hornsteini sé af sama meiði sprottin og ævaforna...
Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?
Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...
Hvaðan kemur nafn dymbilviku?
Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...
Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?
Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...
Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun?
Spurningunni, eins og hún er orðuð, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur íbúa þessa lands að tala íslensku eður ei, ætti í sjálfu sér að vera auðsvarað og það neitandi. Strangt tekið er það ekki samkvæmt neinu náttúrulögmáli heldur af sögulegum ástæðum og tilviljunum að við höfum talað þetta tungumál í hartnær tól...
Hvernig dó Tolstoj?
Lév Nikolajevítsj Tolstoj greifi fæddist 28. ágúst árið 1828 í Jasnaja Poljana í Túla-héraði í Rússlandi. Foreldra sína missti hann ungur að árum og móður sína þekkti hann aldrei. Sextán ára var hann sendur í fóstur til frænku sinnar í Kazan og stuttu síðar hóf hann nám í austurlenskum málum og lögfræði við háskól...
Hvað er Masada?
Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...
Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?
Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...
Geta nútímavísindi sagt til um það hvort bein sem grafin eru á Þingvöllum séu í raun og veru af Jónasi Hallgrímssyni?
Jónas Hallgrímsson lést í Kaupmannahöfn í maí 1845 og var lík hans grafið í kirkjugarði þar. Rétt um öld síðar voru leifar skáldsins grafnar upp, fluttar til Íslands og síðan grafnar á ný í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Allar götur síðan hafa verið efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar heldur...