Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1267 svör fundust
Hvað er stærsta land í heimi og hve stórt er það að flatarmáli?
Rússland er stærsta land í heimi eða 17.075.200 ferkílómetrar. Þar bjuggu um 142,9 milljónir manna árið 2010. Þar af eru Rússar 79,8%, Tatarar 3,8%, Úkraínumenn 2%, auk rúmlega 100 þjóðarbrota sem eru samtals um 14,% af íbúunum. Heimild og frekari fróðleikur:Russia á Wikipedia. Á þessu vefsetri eru fánar ýmis...
Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?
Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...
Hver er stærsta flugvél í heiminum?
Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...
Hvað heitir stærsta bein mannslíkamans og hvar er það?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Aðeins 80 bein mynda beinagrindina en hin 126 eru eins konar fylgihlutir. Stærsta beinið er lærleggurinn í lærinu. Lærleggurinn er einnig lengsta, þyngsta og sterkasta beinið, hann getur þolað allt að 800-1100 kg álag. Í mönnum er lærleggurinn langur og nettur en í mannöpum er ha...
Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?
Barnakrossferðin eða Children’s Crusade var trúarleg hreyfing sem spratt upp í Evrópu sumarið 1212. Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fi...
Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?
Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...
Hvert er stærsta tré í heiminum?
Orðin "stærsta tré" má annars vegar skilja sem 'hæsta tré' en hins vegar má miða til dæmis við rúmmál stofnsins. Lítum fyrst á síðari merkinguna. Stærsta tré í heimi, og um leið stærsta lífvera jarðarinnar er stærsta kaliforníska risafuran (Sequoiadendron giganteum) sem nefnd hefur verið Sherman hershöfðingi o...
Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?
Svarið við þessari spurningu er nei. Lundabyggðir eru nánast allt í kringum landið þó stærsta lundabyggð landsins sé í Vestmannaeyjum. Lundabyggðir við strendur Íslands skipta hundruðum og hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra. Nokkrar lundabyggðir eru við Reykjavík og eru sumar þeirra mjög stórar, til dæmi...
Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?
Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn. Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að...
Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?
Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...
Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?
Langreyður (Balaenoptera physalus) er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði (Balaenoptera musculus). Fullorðinn langreyðartarfur getur vegið rúmlega 50 tonn og mælst rúmlega 18 metrar á lengd. Langreyðurin syndir hraðast allra reyðarhvala og er talin geta náð um 30 km hraða enda er hún nokkuð straumlínulaga...
Hvar er landið Moldóva?
Eitt af ríkjum Sovétríkjanna hét Moldavía, eða öllu heldur Sovétlýðveldið Moldavía. En þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 lýsti þetta ríki yfir sjálfstæði og tók upp nafnið Moldóva. *** Moldóva liggur að mestu leyti á milli ánna Prut og Dnjestr sem renna í Svartahaf. Landið liggur að Rúmeníu til v...
Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...
Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?
Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...
Ég er með gest frá Mexíkó, hvert er best að fara til að sýna honum hvar jarðskorpuflekarnir mætast?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með mann frá Mexíkó í heimsókn hjá mér, og spyr hvort og hvar við getum séð sprungu þar sem Norður-Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn mætast? Hann langar mikið til að skoða það. Ég er á Akureyri og væri til í að fá upplýsingar um hvort við getum farið héðan og litið á þe...