Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?

Jón Már Halldórsson

Langreyður (Balaenoptera physalus) er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði (Balaenoptera musculus). Fullorðinn langreyðartarfur getur vegið rúmlega 50 tonn og mælst rúmlega 18 metrar á lengd. Langreyðurin syndir hraðast allra reyðarhvala og er talin geta náð um 30 km hraða enda er hún nokkuð straumlínulagaðri en aðrir reyðarhvalir svo sem steypireyðurin.

Vitað er að langreyður getur kafað niður á allt að 470 m dýpi og verið allt að 17 mínútur í kafi án þess að koma upp til að anda.

Einhverjar rannsóknir hafa verið gerðar á öndun og köfun þessara stórvöxnu skepna. Meðal annars hafa verið fest á þau tæki sem gefa upplýsingar um ferðir hvalanna þannig að hægt er að fylgjast með hvert þeir fara og hversu djúpt þeir kafa. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa sýnt að langreyðar fara oft niður á 200 m dýpi en dýpsta ferðalag langreyðar var niður á 470 m dýpi. Þegar langreyðar kafa eftir æti, til dæmis í Kaliforníuflóa, þá eru þær að jafnaði í kafi í 6 mínútur. Dýrin geta þó verið mun lengur í kafi án þess að koma upp til þess að anda, eða í allt að 17 mínútur.

Langreyðar koma á íslenska landgrunnið þegar vorið gengur í garð á hafsvæðinu umhverfis landið í mars / apríl og eru hér þar til haustar. Sennilega er lítið um langreyðar á miðunum umhverfis landið þegar kemur fram í seinni hluta október.

Heimild og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi? Hvenær kemur hún til Íslands?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.10.2013

Spyrjandi

Sigurþór Maggi Snorrason, f. 2002

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?“ Vísindavefurinn, 23. október 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65907.

Jón Már Halldórsson. (2013, 23. október). Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65907

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65907>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?
Langreyður (Balaenoptera physalus) er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði (Balaenoptera musculus). Fullorðinn langreyðartarfur getur vegið rúmlega 50 tonn og mælst rúmlega 18 metrar á lengd. Langreyðurin syndir hraðast allra reyðarhvala og er talin geta náð um 30 km hraða enda er hún nokkuð straumlínulagaðri en aðrir reyðarhvalir svo sem steypireyðurin.

Vitað er að langreyður getur kafað niður á allt að 470 m dýpi og verið allt að 17 mínútur í kafi án þess að koma upp til að anda.

Einhverjar rannsóknir hafa verið gerðar á öndun og köfun þessara stórvöxnu skepna. Meðal annars hafa verið fest á þau tæki sem gefa upplýsingar um ferðir hvalanna þannig að hægt er að fylgjast með hvert þeir fara og hversu djúpt þeir kafa. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa sýnt að langreyðar fara oft niður á 200 m dýpi en dýpsta ferðalag langreyðar var niður á 470 m dýpi. Þegar langreyðar kafa eftir æti, til dæmis í Kaliforníuflóa, þá eru þær að jafnaði í kafi í 6 mínútur. Dýrin geta þó verið mun lengur í kafi án þess að koma upp til þess að anda, eða í allt að 17 mínútur.

Langreyðar koma á íslenska landgrunnið þegar vorið gengur í garð á hafsvæðinu umhverfis landið í mars / apríl og eru hér þar til haustar. Sennilega er lítið um langreyðar á miðunum umhverfis landið þegar kemur fram í seinni hluta október.

Heimild og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi? Hvenær kemur hún til Íslands?

...