Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?

Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn. Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?

Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn. Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?

Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?

Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta at...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?

Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli: nf.Blærþf.Blæþgf.Blæef.Blæs Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli ...

category-iconHugvísindi

Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?

Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu. Í Landnámu er minnst á tvær konur sem h...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því? Í stuttu máli má segja að rökin fyrir...

Fleiri niðurstöður