Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7 svör fundust
Hver er sinnar gæfu smiður?
Hann hét Epíktetos og hér er skráning Gegnis á Landsbókasafni á bók hans um þetta: HÖFUNDUR : Epíktetos, um 55-135 TITILL : Hver er sinnar gæfu smiður: handbók Epiktets; Íslensk þýðing og eftirmáli dr. Broddi Jóhannesson ÚTGÁFA : 2. pr. ÚTGÁFUSTAÐUR : [Reykjavík] : Almenna b...
Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...
Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?
Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...
Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?
Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...
Hvaða hjátrú er til um rauðhærða og annað rautt?
Hræðsla við rauðhært fólk kemur víða fram í þjóðtrú. Á Írlandi er talið mikið ólánsmerki að mæta rauðhærðri konu á vegferð sinni þótt varla verði hjá því komist í stærri bæjum þar í landi. Sums staðar hafa rauðhærðir jafnvel álíka slæmt orð á sér og svartir kettir. Í einstaka tilfellum eru rauðhærðir þó frekar gæf...
Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?
Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...
Hvernig var fimmta öldin í Kína?
Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...