Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 54 svör fundust
Er líf eftir dauðann?
Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan l...
Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%
Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...
"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?
Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi...
Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?
Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...
Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?
Næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum), vítamínum og steinefnum. Styrkur efnanna er mældur með efnagreiningu á rannsóknarstofu, þar sem tiltekin fjöldi af sýnum er greindur með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Matvæli eru sögð næringarsnauð ef ...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Albert Einstein sannaði einhvern veginn að 2+2 væru 5 - hvernig stenst það?
Þetta er ekki alvörumál. Hægt er að "sanna" næstum hvað sem er, þannig að lesandi láti blekkjast, með því að gera villur sem menn koma ekki endilega auga á í fyrstu atrennu. Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig er hægt að sanna að 1=2? var "sannað" að 1=2. Ef sú fullyrðing væri rét...
Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?
Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...
Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?
Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...
Sannar undantekningin regluna?
Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...
Hver er spurningin sem tilvist okkar er svar við?
Nauðsynlegt er að byrja umræðu um þetta með því að gera sér ljóst að spurning er texti og svar við spurningu er líka texti. Eins og fram kemur í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? þá er spurning í rauninni beiðni um upplýsingar og svarið felst í að veita umbeðnar upplýsingar. Spurning er ...
Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?
Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...
Er hægt að rökstyðja allt?
Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson: Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar se...
Hver fann upp brandarann?
Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumáli...
Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?
Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...