Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 90 svör fundust
Hefur einhver fíll verið með tvo rana?
Höfundar þessa svars fundu engar greinar, hvorki í bókum né á Netinu, þar sem getið er um fíl sem fæðst hafi með tvo rana. Engar minjar hafa fundist heldur um forsögulega fíla með tvo rana. Hér verður ekki þó fullyrt að slík vansköpun hafi aldrei komið fram í náttúrunni eða muni ekki gera það. Nóg er af dæmum um u...
Er Elvis Presley á lífi?
Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...
Geta uppvakningar orðið til?
Eins og allir vita sem hafa séð vandaðar heimildarmyndir á borð við Night of the Living Dead og 28 Days Later, þá eru uppvakningar jafn samofnir veruleikanum og skattar eru launaumslaginu eða dauðinn lífinu. Reglulega koma upp uppvakningafaraldrar í Bandaríkjunum og Bretlandi, en minna hefur sést til þeirra á megi...
Hvað er kynorka?
[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...
Er hægt að deyja úr leiðindum í dönskutíma?
Vísindavefurinn veit ekki til þess að neinn hafi gefið upp öndina í dönskutíma, alla vega ekki úr eintómum leiðindum. Hins vegar þorum við ekki að fullyrða neitt um það mál, það gæti vel verið að mörg slík tilfelli hafi átt sér stað en þau hafi ekki verið skjalfærð. Nánar er fjallað um dönsku, leiðinlega kenna...
Hverjir eru þessir gárungar?
Orðið gárungur, einnig gárungi, er notað í merkingunum ‛flón; galgopi, háðfugl; montrass’. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í fleirtölu og þar sem fleirtalan af báðum orðmyndunum er hin sama, gárungar, er erfitt að segja um hvor þeirra er eldri. Elstu dæmi eru frá 17. öld. Þær merkingar sem ...
Hver er sinnar gæfu smiður?
Hann hét Epíktetos og hér er skráning Gegnis á Landsbókasafni á bók hans um þetta: HÖFUNDUR : Epíktetos, um 55-135 TITILL : Hver er sinnar gæfu smiður: handbók Epiktets; Íslensk þýðing og eftirmáli dr. Broddi Jóhannesson ÚTGÁFA : 2. pr. ÚTGÁFUSTAÐUR : [Reykjavík] : Almenna b...
Hvernig fallbeygir maður orð á íslensku, eins og til dæmis negul?
Vísindavefurinn hefur áður svarað nokkrum spurningum um beygingar orða. Hér eru nokkur dæmi um þær: Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtöluHvernig beygist sögnin að skína?Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli? Upplýsingar um beygingar orða er hins vegar auðvelt að finna ...
Tala kindur fjármál?
Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...
Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?
Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er". Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any k...
Af hverju spyr ég þessarar spurningar?
Ýmis svör koma til greina en öll eru þau stutt. Við látum hér fylgja nokkra möguleika:Af því að þig langar að leggja fram spurningu en þér dettur ekkert annað betra í hug. Af því að þig langar til að leggja fram spurningu sem ómögulegt virðist að svara. Af því að himinninn er blár. Af því að þú heldur að okkur ...
Hver er að hringja bjöllunni?
Ritstjórn Vísindavefsins hefur rætt þessa erfiðu spurningu rækilega. Við byrjuðum að sjálfsögðu á að hugleiða hvort hún væri á verksviði okkar, en stundum fáum við spurningar sem eru það ekki. Síðan veltum við því fyrir okkur hvort þetta hefði verið mamma eða afi, stóri bróðir, Davíð eða Ingibjörg, Guð eða kannski...
Af hverju er vatnið blautt?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segj...
Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama? Verður bráðum jafnrétt að segja "mig langar" og "mér langar"? Önnur spurning um sama efni: Er því mögulegu að vera svo langt leiddum í þágufallssýki að öllu því sem manni mælir sé í þágufalli?Vísindavefurinn ...
Er vatn blautt?
Svarið er já; vatn er blautt á svipaðan hátt og svefnlyf eru (yfirleitt) svæfandi, þegar okkur blæðir kemur blóð, við drekkum drykki, þegar við lyftum einhverju fer það upp í loftið, og þorstinn er þurr enda hefur þá vatnið þorrið. Svo er grasið líka grænt af sömu ástæðu og vatnið er blautt, þó að það sé kanns...