Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 80 svör fundust
Hvað er læsi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu. Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð. Læsi sem almennt orð Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu: Í bóks...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?
Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun. Í rannsóknum sínum hefur Ólöf skoðað samverkandi áhrifa næringar og hreyfin...
Hvað er upplýsingalæsi?
Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær haf...
Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?
Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þe...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Hvað er misþroski?
Þegar talað er um misþroska er gjarnan átt við að þroski barns eða færni á ólíkum sviðum sé svo breytileg að það hamli barninu með einum eða öðrum hætti. Dæmi um misþroska gæti verið að hreyfifærni fjögurra ára barns sé á við þriggja ára meðalbarn en að þetta sama fjögurra ára barn sé jafnframt einu ári á undan ja...
Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?
Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...
Er til fleyg mörgæsategund?
Mörgæsir eru af flokki fugla sem nefnist á latínu Sphenisciformes, og tilheyra ættinni Spheniscidae. Ættin telur alls 17 tegundir og lifa þær allar á suðurhveli jarðar. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa tapað hæfileikanum til að fljúga, en flestar tegundirnar lifa á mjög afskekktum eyjum í suðurhöfum þar sem...
Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...
Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?
Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni s...
Hvað er tunguhaft?
Allir fæðast með svonefnt tunguband sem tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tungubandið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt. Hjá ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...
Hvernig get ég verið viss um að vísindamenn og háskólaprófessorar svari spurningum mínum rétt?
Einfalt svar er: "Þú getur það ekki, vegna þess að maður getur í rauninni mjög sjaldan verið 100% viss um neitt!". En af hverju geturðu samt verið nokkurn veginn viss í þessu tilviki? Hér eru aðallega tveir "áhættuþættir": 1) að þeir hafi í raun ekki nægilega þekkingu, og 2) að jafnvel þótt þekking þeirra sé n...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Hvað er útselskópur?
Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...