Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 32 svör fundust
Hvað er auðlind?
Íslenska orðið auðlind er tiltölulega gagnsætt og hlýtur að eiga að tákna eitthvað sem menn geta gert sér auð úr - auðsuppspretta eins og stundum er sagt. Í nútíma samfélagi þýðir þetta að menn geti nýtt sér fyrirbærið til arðbærrar framleiðslu eða starfsemi, þrátt fyrir að öflun þess kunni að kosta fé og fyrirhöf...
Er jarðvarmi endalaus orkulind?
Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn. En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðru...
Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni. Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með ve...
Hvaðan kemur olían og klárast hún einhvern tímann?
Jarðolía myndast úr plöntu- og dýraleifum sem safnast saman á sjávarbotni. Fyrir tilstuðlan gerla og hvata, þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs taka leifarnar ýmsum efnabreytingum og verða með tímanum að olíu. Olían er takmörkuð auðlind. Nú er talið að í jörðu séu um 1.000 milljarðar tunna en það samsvara...
Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?
Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...
Hvað er kvótakerfi?
Til eru margs konar kerfi sem kalla mætti kvótakerfi en öll eiga þau það sameiginlegt að verið er að reyna að stjórna magni af einhverju með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar mega nýta (til dæmis veiða, framleiða eða selja). Ýmist er tiltekið það magn sem einstakir aðilar mega nýta eða það hlutfall af heil...
Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?
Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti e...
Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...
Hefur einhver breyting verið gerð á stjórnarskránni frá hruni?
Já, ein breyting hefur verið gerð en hún var tímabundin og er nú fallin úr gildi. Vorið 2013 – eftir að þáverandi stjórnarmeirihluti féll frá því að láta reyna á að koma stjórnarskrárfrumvarpi byggðu á frumvarpi Stjórnlagaráðs í gegnum þingið – náðist samkomulag um þá breytingu á stjórnarskránni að næsta kjörtímab...
Eru ilmvötn umhverfisvæn?
Ilmvötn eru flóknar efnablöndur samansettar úr allt að 500 mismunandi efnasamböndum. Ilmvötn fyrir konur eru samsett úr 20-30% ilmolíu í 95% blöndu af etanóli. Rakspírar fyrir karlmenn eru svipaðir en innihalda yfirleitt minna magn af ilmolíu. Fyrr á öldum voru fyrst og fremst notuð náttúruleg ilmefni í ilmvötn...
Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?
Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu: Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin? Svar við fyrri spurningu: Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jö...
Hver er munurinn á kommúnista og femínista?
Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínista né kommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til a...
Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...