Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 51 svör fundust
Hvert er algengasta nafn á Íslandi?
Algengasta nafnið á Íslandi mun vera karlmannsnafnið Jón og hefur verið það um aldir. Í fyrsta manntali sem tekið var á Íslandi 1703 hét fjórði hver maður á landinu Jón. Algengasta kvenmannsnafn þá var Guðrún og hét fimmta hver kona því nafni 1703. Það hefur til skamms tíma verið algengast kvenmannsnafna. Bæði þes...
Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?
Bærinn Hænuvík er í Rauðasandshreppi hinum forna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið Hænuvík kemur fyrir í Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 (Íslenzkt fornbréfasafn XII, 13). Sama nafnmynd er í fornbréfum á tímabilinu frá 1405-1553, en í manntalinu 1703 er bærinn nefndur Hænivík (Manntal, 178). ...
Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?
Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:manntalið 1703manntalið 1801manntalið 1910Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama st...
Hvaðan kemur nafnið Sandgerði?
Sagt er að Sandgerði og Uppsalir hafi verið ein jörð en síðan skipst. Talið er að þar hafi verið byggt fyrst á fyrstu áratugum byggðar í landinu (Landið þitt Ísland IV:12). Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 er sagt að sjór og sandur brjóti nokkuð á túnin (III:59). Sandgerði. Nafnið er auðs...
Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?
Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...
Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?
Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlan...
Hvað þýðir bæjarnafnið Ranakot?
Hér er átt við bæjarnafn á Stokkseyri, en þar voru tvær hjáleigur til með því nafni. Ranakot voru hjáleigur á Stokkseyri. Á myndinni sést Stokkseyri. © Mats Wibe Lund. Guðni Jónsson prófessor segir um Ranakot í Stokkseyrarhverfi sem getið er fyrst í manntali 1703, að bærinn dragi „nafn af hæðardragi því, er han...
Hvað eru líkindarök og þagnarrök í sagnfræði?
Þegar sagnfræðingur talar um líkindarök á hann við rök sem duga til að gera ályktun eða niðurstöðu sennilega, en þó ekki óyggjandi. Rök, sem eru meira en líkindarök, ættu eiginlega að fela í sér sönnun á niðurstöðunni. En sönnunarhugtakið vill verða loðið og vandmeðfarið í sagnfræði, þar sem venjulega þarf að líta...
Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver væri mannfjöldi á Íslandi í dag ef ekki hefðu verið allar þessar hamfarir, fjöldaflutningur fólks til útlanda, smitsjúkdómar o.s.frv., frá landnámi? I Það er freistandi að velta vöngum yfir spurningunni um hver fólksfjöldaþróun á Íslandi hefði orðið ef engin st...
Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1978 og 1997?
Á vef Hagstofu Íslands undir ,,hagtölur'' og ,,mannfjöldi'' má nálgast upplýsingar um fjölda íbúa á Íslandi allt aftur til 1703. Þar má meðal annars sjá að árið 1978 voru Íslendingar 222.552 talsins. Tveimur áratugum síðar, árið 1997, hafði landsmönnum fjölgað um rúmlega 47.000 eða upp í 269.874. Eins og ...
Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...
Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.' En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?
Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, v...
Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?
Erfitt er að meta íbúafjölda á Íslandi fyrir tíma fyrsta manntalsins 1703. Það hefur þó verið reynt, til dæmis hér á Vísindavefnum í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? Snorri Sturluson fæddist árið 1179 og lést árið 1241. Um tímab...
Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?
Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón. Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 1...