Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 16 svör fundust
Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?
Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...
Þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19-faraldursins í apríl 2020
Þegar fyrsta smitið af COVID-19-sjúkdómnum greindist á Íslandi föstudaginn 28. febrúar höfðu almannavarnir stjórnvalda skipulagt samhæfða aðgerðaráætlun til að hægja á útbreiðslu faraldursins hérlendis. Fyrst um sinn fólu aðgerðirnar í sér að einangra smitaða einstaklinga og setja þá sem sýndu einkenni eða höfðu v...
Draga teygjur úr hættu á meiðslum?
Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæðu...
Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...
Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?
Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...
Hvað er staðalfrávik?
Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...
Hvað er sýndarfylgni?
Hugtakið sýndarfylgni (e. spurious correlation) er notað þegar tengsl mælast á milli tveggja breyta, köllum þær x og y, en á milli þeirra er ekki orsakasamband. Þetta getur gerst fyrir hreina tilviljun en algengara er að breyturnar tvær tengjast báðar annarri breytu, köllum hana z, sem veldur því að svo gæti virst...
Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?
"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...
Hvernig er tekið tillit til beinna og óbeinna skatta við mat á launaþróun?
Þegar hagfræðingar taka nafnstærðir, til dæmis laun í krónum talin, og vilja sjá raunbreytingar á þeim á ákveðnu tímabili er yfirleitt stuðst við verðlagsvísitölur. Þær eru notaðar til að greina breytingu á nafnstærð í annars vegar raunbreytingu og hins vegar breytingu vegna verðbólgu (eða verðhjöðnunar). Á Ís...
Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um greind og greindarvísitölu. Hér er einnig svarað þessum spurningum: Hvað er venjuleg greindarvísitala unglinga? En fullorðinna manna? Hvað er greindarvísitalan hjá 12 ára krökkum að meðaltali há? Hver er meðalgreindarvísitala hjá Íslendingum? Hvað þýðir IQ? Hva...
Hvað þýðir að bóluefni veiti 70% vernd fyrir veirunni sem veldur COVID-19?
Bóluefni virka misvel. Þau geta komið í veg fyrir smit eða minnkað líkur á smiti og alvarlegum einkennum þeirra sem smitast. Bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni sem veldur COVID-19 falla í seinni flokkinn. Mat á því hversu mikla vernd bóluefni veita gegn smiti eða alvarlegum einkennum byggir á rannsókn...
Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...
Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?
Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...
Hvað finnst almenningi um sóttvarnaraðgerðir?
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif út um allan heim og þrátt fyrir að við séum öll að berjast við sömu veiruna hafa viðbrögð stjórnvalda verið ólík. Hér á Íslandi hafa aðgerðirnar verið vægar í samanburði við önnur lönd, eins og til dæmis Danmörku og Bretland þar sem útgöngubann var sett á íbúa. Eftir kórónuv...
Er vitað hvenær sameiginlegur forfaðir allra núlifandi manna var uppi?
Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til forfeðra. Þeim mun aftar eða ofar í ættartréð sem farið er, þeim mun fleiri verða forfeðurnir. En greinar ættartrjáa tengjast iðulega eftir því sem lengra er rakið aftur. Því má ímynda sér að hægt sé að rekja ættartré allra núlifandi manna til eins forföðurs...