Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 961 svör fundust
Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?
Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson). Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er...
Hversu öflug er öflugasta vetnissprengjan sem kjarnorkuveldi heimsins hafa í fórum sínum?
Vísindavefurinn rekur ekki njósnir og hefur því ekki beint svar á reiðum höndum um hernaðarleyndarmál eins og hér er spurt um. Hins vegar getum við upplýst að stærsta kjarnasprengja sem sprengd hefur verið var 57 MT sovésk sprengja, Tsar Bomba, og var hún sprengd í 4 km hæð yfir Novaja Zemlja þann 30. október ...
Hvernig er krabbamein læknað?
Sú var tíðin að litið var á krabbamein sem ólæknandi sjúkdóm og vissulega var það rétt. Margt hefur hins vegar breyst á undanförnum þremur áratugum eða svo. Nú eru ýmsar tegundir krabbameina læknanlegar og viðhorfin orðin önnur, og orðalag spurningarinnar er raunar ánægjulegur vitnisburður um það. Fyrir nokk...
Af hverju nefnist Vetrarbrautin Milky Way á erlendum málum?
Ekki er vitað fullkomlega hvernig nafnið á Vetrarbrautinni okkar, Milky Way, er til komið en á latínu heitir hún Via lactea sem hefur sömu merkingu. Alþjóðaorðið sem nú heitir á ensku galaxy er hins vegar komið beint úr grísku og er dregið af gala sem þýðir mjólk. Það er nú notað sem safnheiti um þau fyrirbæri alh...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?
Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, ti...
Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér?
Þegar vísindamenn settu fyrst fram kenningar um andefni héldu ýmsir að það hefði neikvæðan massa og myndi því hrinda venjulegu efni frá sér. Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að búa til andþyngdarafl? þá kom í ljós þegar mönnum tókst að búa til andefni að það hefur jákvæð...
Hvaðan kemur nafnið Garður á byggðarlagi á Suðurnesjum?
Garður. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði, fornum garði sem liggur frá túngarðinum á Útskálum beint yfir að túngarði á Kirkjubóli í Miðneshreppi og girðir af tána á Garðskaga. Ýmislegt bendir til þess, meðal annars örnefni eins og Akurhús og Gerðahverfi, að þar hafi verið akuryrkja og garðurinn hlaðinn t...
Hvaða basta er átt við í punktur og basta og hver er uppruni orðasambandsins?
Orðasambandið er fengið að láni úr dönsku punktum og basta. Punktum „punktur“ er úr latínu og basta er ítölsk upphrópun „nú er nóg komið!“ af sögninni bastare „nægja“. „Nú er nóg komið!“ hugsar þessi eflaust þegar bíllinn fór ekki í gegnum skoðun. Elsta myndin í íslensku punktum og basta er frá síðari hluta 1...
Hvað er ETA?
ETA (Aðskilnaðarhreyfing Baska) eru hryðjuverkasamtök sem berjast fyrir aðskilnaði frá Spáni og beita til þess öllum brögðum. ETA er skammstöfun á nafninu á hreyfingunni en hún heitir Euzkadi Ta Azkatasuna á basnesku sem mætti þýða yfir á íslensku sem Baskaland og frelsi. ETA á rætur sínar að rekja til Þjóðe...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?
Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...
Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór?
Stutta svarið er að þetta vitum við ekki til hlítar þó að við getum sagt ýmislegt um það. Kannski munum við aldrei geta skorið endanlega úr því hvort alheimurinn er endanlegur, óendanlegur eða endalaus. ------- Stærð og endimörk alheimsins hafa lengi vafist fyrir manninum. Það er þó ekki fyrr en á síðustu ár...
Hvað er einfeldningsleg hluthyggja?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er einfeldningsleg (naív) hluthyggja? „Hluthyggja“ er þýðing á enska orðinu „realism“ eins og það er notað víða í heimspeki en greina má í sundur ótalmargar tegundir af hluthyggju. Til dæmis er vísindaleg hluthyggja (e. scientific realism) sú kenning að til séu s...
Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?
Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...
Hvað þýðir orðið amen?
Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að 'amen' sé lokaorð í ýmsum kristnum predikunum og helgiathöfnum. Orðið er tökuorð sem hefur komist inn í íslensku með kristnum sið. Líklega hefur það verið tekið beint úr latínu en orðið 'amen' er hins vegar ættað úr hebresku og þýðir "sannlega" eða "satt". Í viðauka við...