Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 873 svör fundust
Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?
Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...
Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?
Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...
Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu?
Orðið buxur er tökuorð í íslensku úr miðlágþýsku boxe, buxe sem aftur var líklega samandregið úr bocks-hose, þ.e. 'buxur úr geithafursskinni'. Það er þekkt frá 16. öld. Upphafleg merking er líklega 'skálmaflík' og ástæðan fyrir fleirtölunni er sú að flíkin hafði tvær skálmar. Margir biðja um einar eða tvennar b...
Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“. Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. ...
Hvers konar glóð er átt við þegar við fáum glóðarauga?
Orðið glóðarauga er sett saman úr orðunum glóð ‘eldur sem hefur læst sig gegnum eldsneyti en bálar ekki eða skíðlogar’ og auga. Glóðarauga fær merkingu sína ‘auga marið eða blóðhlaupið eftir högg’ vegna litarins sem þykir minna á glóð í eldstæði sem kemur fram í ýmsum litarafbrigðum eins og mar í kringum auga. ...
Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?
Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...
Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?
Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...
Hvað finnst almenningi um sóttvarnaraðgerðir?
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif út um allan heim og þrátt fyrir að við séum öll að berjast við sömu veiruna hafa viðbrögð stjórnvalda verið ólík. Hér á Íslandi hafa aðgerðirnar verið vægar í samanburði við önnur lönd, eins og til dæmis Danmörku og Bretland þar sem útgöngubann var sett á íbúa. Eftir kórónuv...
Hver er orðaforði íslenskrar tungu og hver er orðaforði fullorðins einstaklings að jafnaði?
Um orðaforða íslenskrar tungu má lesa í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg orð í íslensku?. Með orðaforða einstaklings er átt við þau orð sem hann hefur á valdi sínu. Greint er á milli virks orðaforða og óvirks. Með virkum orðaforða er átt við þau orð sem einstaklingur notar en til óvirks ...
Hvað er rót nafnorða?
Rót er minnsti orðhluti sem ber orðasafnsmerkingu, það er merkingu sem geymd er í minninu í eins konar orðasafni. Sem dæmi má nefna að í orðunum glaður, glaðlegur, glaðna, glaðvær er rótin glað-. Lýsingarorðið glað-ur er þá myndað af rót ásamt beygingarendingu, glað-legur af rót ásamt viðskeyti, sögnin glað-n-a af...
Af hverju eru Hafnfirðingar stundum kallaðir Gaflarar?
Svo virðist sem orðið Gaflari sé bundið Hafnarfirði og að Gaflari sé þá samheiti við Hafnfirðingur. Orðið má rekja aftur til kreppuáranna á milli stríða þegar litla vinnu var að fá og menn í Hafnarfirði biðu við gafla tveggja húsa eftir því hvort einhvern eða einhverja þyrfti til vinnu þann daginn. Orðið gafl merk...
Hvaða reytum er fólk stundum að rugla saman?
Orðatiltækið að rugla saman reytum virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá öldinni sem leið. Reytur er notað í merkingunni ‛litlar eigur, smádót, sundurlaus ull eða lagðar, lélegt engi’. Þegar par ruglar saman reytum sínum er þá átt við að það blandi saman því sem það á, ...
Af hverju er sjaldgæft að vera örvhentur?
Á Vísindavefnum er að finna mjög fróðlegt svar við spurningunni Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? og eru lesendur hvattir til að kynna sér það. Í svarinu kemur fram að erfðir virðast hafa talsverð áhrif á það hvora höndina við kjósum að nota en vísindamönnum hefur þó ekki tekist að einangra genið s...
Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?
Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...
Hvað eiga menn við þegar bakari er hengdur fyrir smið?
Orðasambandið að hengja bakara fyrir smið er fengið að láni úr dönsku og þekkist í málinu að minnsta kosti frá fyrri hluta 19. aldar. Merkingin er að saklausum er refsað fyrir það sem annar gerði. Í bókstaflegri merkingu er það smiðurinn sem er hinn seki en bakarinn er hengdur saklaus. Orðasambandið er í dönsk...