Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5929 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var fyrsta konan sem varð faraó í Egyptalandi til forna?

Hatshepsut var egypsk drottning sem var uppi á árunum 1507-1458 f.Kr. Hún tók við embætti faraós þegar eiginmaður hennar Tútmósis II. dó. Hún var ekki fyrsta konan til að stýra Egyptalandi en hún var fyrsta drottningin sem bar titilinn faraó. Konur sem ríktu yfir Egyptalandi á undan henni höfðu einungis gert það s...

category-iconBókmenntir og listir

Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Um hvað fjallar 9 sinfónía Beethovens (Óður til gleðinnar, e, Ode to joy)? Og hvað segir kórinn þegar hann syngur í hápunkti lagsins? Óðurinn An die Freude (Til gleðinnar) eftir þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805) var ekki nýr þegar Ludwig van Beethoven (1770–1827) tón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?

Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?

Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna? Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?

Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?

Vladimír Pútín var lítt þekktur maður í rússnesku samfélagi þegar hann tók við forsetaembætti af Boris Jeltsín í lok árs 1999, 47 ára gamall. Starfsferill hans hafði að mestu verið innan Öryggismálastofnunar ríkisins (KGB), en um nokkurra ára skeið starfaði hann við hlið hins frjálslynda Anatolís Sobtsjaks sem var...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á vetnissprengju og kjarnorkusprengju?

Orðið kjarnorka (e. nuclear energy) er haft um alla orku sem rekja má til atómkjarnanna (e. atomic nuclei). Orka losnar frá kjörnunum eftir tvenns konar leiðum sem eru ólíkar en byggjast þó báðar á tveim staðreyndum. í fyrsta lagi er orka jafngild massa samkvæmt jöfnu Einsteins $E = m c^2$ og í öðru lagi er massi ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Virkar sólarorka í öllum veðrum?

Spyrjandi á líklega við það hvort vinnsla sólarorku með sólarrafhlöðum (e. solar cells) sé óháð veðri. Einfalda svarið er að svo er ekki. Þegar dumbungur er, dimmviðri eða hreinlega rigning, þá berst minna sólarljós niður til jarðar og orkan sem sólarrafhlaðan tekur við og sendir frá sér minnkar að sama skapi. Hit...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur, er það ekki ruglingur á berjum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju var Finnur kallaður Stikilberja-Finnur? Eru stikilber ekki allt önnur ber en huckleberries? Þarna virðist spyrjandi hafa ratað á eina af ráðgátum íslenskrar þýðingasögu. Stikilsber, eins og þau eru jafnan kölluð nútildags, eru nefnilega ekki það sama og „hu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kaldur samruni og hafa vísindamenn uppgötvað eitthvað nýtt í þeim efnum?

Samruni felst í því að tveir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Auðvelt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis með því að hraða tvívetnisatómi með 15.000 volta...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?

Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, no...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar? Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar ran...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt?

Núna er um ein milljón tegunda skordýra þekkt í heiminum[1] og gert er ráð fyrir að tegundirnar geti verið um fimm milljónir. Um 80% tegunda skordýra eru óþekkt, aðallega í frumskógum hitabeltisins. Bandaríski skordýrafræðingurinn Edward O. Wilson áætlaði að um tíu milljarðar milljarða (e. ten quintillion) skordýr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á jörðinni er hægt að sjá miðnætursól?

Miðnætursól (e. midnight sun) er þegar sólin er á lofti á miðnætti samkvæmt sólartíma, það er að segja þegar hún er lægst. Með öðrum orðum sest sólin þá ekki í að minnsta kosti sólarhring. Þetta getur gerst bæði mjög norðarlega og mjög sunnarlega á jörðinni, þegar sumar er á viðkomandi stað. Umræða um þetta og ski...

Fleiri niðurstöður