Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5015 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að senda veirur í gsm-síma?

Til eru svokallaðir tölvuormar sem dreifa sér á milli síma sem hafa stýrikerfi (Windows Mobile eða Symbian) og annað hvort þráðlaust net eða Blátönn (e. Bluetooth). Dæmi eru um orma sem hafa smitað fjölda síma þar sem margmenni var samankomið, svo sem á íþróttakappleikjum í Finnlandi. Einnig er vitað um orma se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu risaeðlur til?

Risaeðlur eiga að öllum líkindum ættir að rekja til svokallaðra boleðla sem hægt er að lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? Fyrstu risaðlurnar voru í raun ekki risar. Stjakeðlur og sindreðlur voru um 30 kg á þyngd. Risavöxtur dýranna kom fyrst fram hjá jurtaætunum og síðan h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að menn sofi yfir sig, en ekki að þeir sofi of lengi?

Orðasambandið að sofa yfir sig er, eins og svo mörg önnur orð og orðasambönd í síðari alda íslensku, fengið að láni úr dönsku. Þar er talað um at sove over sig ef einhver sefur lengur en hann ætlaði sér. Ekkert er að því að nota sambandið að sofa of lengi og reyndar gera það margir, segja til dæmis: "Ég svaf of le...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er hægt að deyja úr leiðindum í dönskutíma?

Vísindavefurinn veit ekki til þess að neinn hafi gefið upp öndina í dönskutíma, alla vega ekki úr eintómum leiðindum. Hins vegar þorum við ekki að fullyrða neitt um það mál, það gæti vel verið að mörg slík tilfelli hafi átt sér stað en þau hafi ekki verið skjalfærð. Nánar er fjallað um dönsku, leiðinlega kenna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í fréttum heyrði ég sagt að geitungar bíti fólk, er það nokkuð rétt?

Þegar menn eða dýr bíta, þá gera þau það með munninum. Geitungar hafa brodd á afturendanum og er hann að uppruna varppípa. Þeir beita broddinum bæði til fæðuöflunar og til varnar. Það er því rétt að segja að þeir stingi andstæðing sinn en bíta hann ekki þar sem munnurinn kemur ekkert við sögu, eingöngu broddurinn ...

category-iconLandafræði

Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag? Mér er alveg fyrirmunað að finna nokkuð um það á netinu. Ég hef ekki tíma til að bíða eftir svari á vefnum svo ef þið getið svarað því strax þá væri það frábært. Þið vitið svo mikið!Samkvæmt manntali Nýj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Geturðu frætt mig um orðið 'hlaupastelpa'?

Orðið 'hlaupastelpa' hefur þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er það notað um léttúðuga stelpu og stelpu sem mikið er á ferðinni. Merkingin er þá vanalega heldur niðrandi. Í öðru lagi er orðið notað um ákveðinn hlut í rokk, það er stöng sem tengir saman fótafjölina og rokksveifina. Þessi stöng er einnig ne...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?

Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...

category-iconHeimspeki

Er þetta spurning?

Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?

Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólík...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort mæla vogir massa eða þyngd og hvernig kemur aðdráttarafl jarðar við sögu á baðvog?

Þessu hefur í rauninni verið svarað að mestu í einu af allra fyrstu svörunum sem birt voru á Vísindavefnum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson. Við skulum þó reyna að gera enn betur hér og koma þá beint að efninu. Vogir mæla ýmist massa hluta eða þyngd. V...

category-iconHeimspeki

Er trúaður maður sem brýtur af sér hræsnari?

Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er. Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Á hverju byggist Doppler-ratsjá og hvernig verkar hún?

Ratsjártæknin mótaðist í seinni heimsstyrjöldinni, meðal annars sem aðferð til að fylgjast með óvinaflugvélum og -skipum. Ratsjáin sendir frá sér rafsegulbylgjur með tiltekinni bylgjulengd sem hentar til að "sjá" málmhluti af þessari stærð. Bylgjuhögg ("púlsar") fara frá tækinu í tiltekna, afmarkaða stefnu og bylg...

category-iconLögfræði

Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?

Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar. Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Anna...

Fleiri niðurstöður