Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 182 svör fundust
Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?
Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...
Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?
Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...
Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...
Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju er Satúrnus með hringi?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...
Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?
Cassini geimfarinu var skotið á loft hinn 15. október árið 1997 frá Canaveral höfða í Flórída. Ferðin er samvinnuverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Helstu markmið ferðarinnar eru að varpa nýju ljósi á eðli Satúrnusar, það er hringina, lofthjúpinn, segulhvolfið...
Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?
Já, vatn hefur verið á Mars og það er þar enn þá. Frosið vatn er á báðum heimskautasvæðunum og er sífreri víða undir yfirborðinu. Ekki er vitað til þess að rennandi vatn sé á Mars. Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars þann 25. maí árið 2008 fann það merki um vatn undir yfirborðinu. Grafið var ofan í jarðveginn o...
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...
Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?
Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumer...
Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?
Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur ver...
Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?
Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur. Appollo 11 var fyrsti mannaði leiða...
Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...
Hvenær mun sólin deyja út?
Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...