Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 148 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?

Upprunalega spurningarnar hljómuðu svona: Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þe...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?

Þegar veiran SARS-CoV-2 fjölgar sér og breiðist út safnast upp stökkbreytingar í erfðaefni hennar. Hver veira á aðeins einn forföður, en einn smitandi einstaklingur getur smitað engan, einn eða fleiri manns. Með því að raðgreina erfðaefni úr sýni tiltekins einstaklings er hægt að finna út hvaða grein ættartrésins ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vesturnílarveira?

Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og ...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?

Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir. Arfgengir taugasjúkdómar lýsa sér í breytingum í gerð sameinda taugakerfisins sem lei...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...

category-iconVeirur og COVID-19

Hefur COVID-19 lagst harðar á karla en konur og hvað gæti skýrt það?

Fyrstu tölur um dauðsföll vegna veirunnar sem veldur COVID-19 bentu til þess að karlar væru í meiri hættu á að fá alvarlegan sjúkdóm en konur. Þetta virðist vera rétt, en ekki er vitað hvað veldur þessum mun á áhættu og hvort það er aðeins kynið sem hefur þar áhrif. Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðist mjö...

category-iconLæknisfræði

Hvað er apabóla?

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...

category-iconEfnafræði

Drepur handspritt kórónaveiruna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er gagn að því að „spritta“ hendur sem vörn gegn kórónaveirunni? Drepur spritt veiruna? Ef ekki, hvers vegna er verið að mæla með „sprittun“ á höndum? Fyrst er rétt að minna á það að veirur eru ekki eiginlegar lífverur og orðalagið „að drepa“ á því ekki vel við þær. Spritt (al...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan kom COVID-19-veiran?

Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?

Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig þa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Francis Crick og hvert var framlag hans til erfðafræðinnar?

Francis Harry Compton Crick var fæddur í Northampton í Englandi árið 1916. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá University College í London árið 1937 og hóf doktorsnám í eðlisfræði við sama skóla. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst árið 1939 varð hann að hætta námi. Á stríðsárunum starfaði hann hjá breska flotam...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert var framlag Maurice Wilkins til vísindanna?

Áður hefur verið fjallað um ævi Maurice Wilkins í svari sama höfundar við spurningunni: Hver var Maurice Wilkins? Maurice Wilkins (1916-2004).Um það leyti er seinni heimsstyrjöldinni lauk var búið að skrásetja mikinn fjölda gena eða erfðvísa, sem stýra arfgengum einkennum í útliti og samsetningu lífvera ‒...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?

Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...

Fleiri niðurstöður