Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 768 svör fundust
Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?
Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...
Hver er stofnstærð kóalabjarna og hvað er gert til að vernda dýrin?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Geti þið sagt mér allt um kóala, svo sem verndun og útrýmingarhættu, einnig fæðu og æviskeið? Kóalabirnir eða pokabirnir (Phascolarctos cinereus) eru pokadýr (marsupia) af pokabjarnaætt (Phascolarctidae) og eina núlifandi tegund ættar sinnar. Kóalabirnir lifa villtir í ilmv...
Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?
Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...
Finnast kolvetni í mat?
Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni. Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...
Af hverju heitir brunahani því nafni?
Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...
Hvernig fara menn að því að rumpa einhverju af? Er líka sagt að rimpa?
Sögnin að rumpa er ekki gömul í málinu og er notuð um að staga í eitthvað, til dæmis flík eða sokka og þá fremur í flýti og ekki vandvirknislega. Sambandið að rumpa einhverju af er þá haft um verk sem unnið er í flýti og ef til vill ekki lögð alúð við. Engin dæmi fundust um að rimpa einhverju af þótt sögnin að...
Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?
Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er: að 'tryllast' eða 'brjálast' að 'verða mjög æstur/reiður yfir einhverju' eða 'fá eitthvað á heilann' að 'verða ofsafenginn' eða 'ofbeldisfullur' verða 'kynferðislega ágengur' (sem einnig mætti kalla að vera 'kvenýgur'...
Hver fann upp kók?
Það var maður að nafni Dr. John Sith Pemberton, lyfjafræðingur í Atlanta í Georgíu, Bandaríkjunum, sem framleiddi fyrst sírópið sem síðar varð þekkt sem Coca-Cola, árið 1886. Hann var að reyna að finna upp vökva sem læknaði höfuðverk og væri um leið góður á bragðið. Pemberton fór með sírópið í apótek í næsta nágre...
Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...
Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?
Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...
Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?
Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...
Er eldfjallagas þungt eða létt?
Þetta er góð spurning og mikilvæg þegar þetta er skrifað og við getum átt von á eldfjallagösum upp úr jörðinni hvenær sem er. Þau eru af ýmsum tegundum og áhrif þeirra á menn og náttúru ráðast einkum af efnafræðilegum eiginleikum þeirra eða kæfandi áhrifum. Þyngd eða eðlismassi (massa á rúmmálseiningu, oft mælt í ...
Er sameindin N2O til?
Sameindin N2O er til. Súrefni (O) og nitur (N) geta myndað nokkur tvíefna sambönd eða oxíð af frumefninu nitri. Þessi efnasambönd eru almennt táknuð sem NOX en með þeim rithætti er ekki verið að gefa samsetningu þeirra til kynna að öðru leyti en því að þau innihalda aðeins nitur og súrefni. N2O eða díniturmónoxíð ...
Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?
Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið ...
Hversu oft andar maður á sólarhring?
Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...