Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3321 svör fundust
Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?
Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþ...
Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?
Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...
Hvað þýðir eiginlega kumpáni?
Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að ...
Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?
Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...
Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?
Sennilega er skýringin sú, að í þessi þrjú skipti komu fram sum eða öll þau tákn sem mælanleg eru á undan Kötlugosum og samtíma þeim: (1) jarðhræringar, (2) vöxtur og jafnvel hlaup í ám sem undan Mýrdalsjökli falla – Fúlalæk, Múlakvísl eða Markarfljóti eftir því hvar í Kötlu-öskjunni eldvirknin er, (3) aukin rafle...
Hvenær komu klukkur til Íslands og hvernig vissu menn hvað tímanum leið áður en þær komu til sögunnar?
Sjálfvirkar stundaklukkur, það er klukkur sem miða við mínútur og klukkustundir, litu dagsins ljós suður í Evrópu á 14. öld og voru helst í stórum dómkirkjum. Þær voru ekki framleiddar til einkanota fyrr en um 1500. Klukkur voru sjaldgæfar hér á landi framan af en þó er talið að slíkur gripur hafi verið í eigu Hó...
Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?
Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...
Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?
Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....
Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?
Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...
Hvernig verkar klukkan?
Menn hafa frá örófi alda notað ýmis ráð til að mæla tíma, til dæmis yfir daginn. Þannig getum við rekið lóðrétt prik í jörðina og fylgst með því hvernig skugginn af því breytist yfir daginn. Slíkt áhald nefnist sólsproti (gnomon). Skylt því og heldur þægilegra í notkun er svokallað sólúr (sundial) en teinninn í þv...
Hver fann upp á stígvélum?
Stígvél er skófatnaðaðar sem nær að minnsta kosti upp fyrir ökkla. Stígvél geta náð upp að hné og hæstu stígvél eru klofhá. Stangveiðimenn nota til að mynda slík stígvél sem kallast yfirleitt vöðlur. Ekki er með fullu víst hvenær menn fóru að klæðast stígvélum. Sumir vilja rekja sögu þeirra aftur til ársins 100...
Hvað er til í því að nafnorðið peysa sé franskt að uppruna?
Sagan um franskan uppruna orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi misskilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sa...
Hvað er hljóðdvalarbreyting?
Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...
Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?
Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...
Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?
Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, fles...