Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3411 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?

Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum. Í 70. k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?

'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvaða ár urðu símar til?

Talsíminn var fundinn upp um eða eftir miðja 19. öld. Ekki er fullkomið samkomulag um hver eigi heiðurinn að þessari uppfinningu. Þó er ljóst að Alexander Graham Bell (1847-1922) fékk einkaleyfi fyrir símtæki 7. mars árið 1876. Lesa má nánar um Bell í svari Ulriku Anderson við spurningunni Hver fann upp símann...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið renus í spilamáli?

Spurningin í fullri lengd var svona: Hvaðan kemur orðið renus sem gefur til kynna að maður eigi ekkert eftir af einstakri sort í spilum? Lýsingarorðið renus 'litþrota (í spilum)’ er fengið að láni úr dönsku renonce sem aftur fékk orðið úr frönsku renonce af sögninni renoncer 'hætta við; fylgja ekki lit’. ...

category-iconHugvísindi

Hvað er gar?

Orðið gar er bæði til sem lýsingarorð og nafnorð. Gar maður er sá sem er önugur eða argur og þegar veðrið er gart er það hryssingslegt. Krókur sem er gar er gleiður eða opinn og um ljá sem er úrréttur er sagt að hann sé gar. Í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon segir um nafnorðið gar að það sé...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Nicolaus Steno og hvert var framlag hans til vísindanna?

Niels Stensen (1638-1686), eða Nicolaus Steno eins og hann nefndist á latínu að hætti lærðra manna á þeim tímum, fæddist og ólst upp í Kaupmannahöfn. Faðir hans, Sten Pedersen, var gullsmiður af þekktri ætt kennimanna á Skáni. Steno var trúhneigður maður, alinn upp í lúterstrú, en gerðist kaþólskur um þrítugt (166...

category-iconLæknisfræði

Hver væri dánartíðni inflúensu ef ekki væri bólusett fyrir henni?

Inflúensa (eða flensa) er veirusýking af völdum fjölskyldu veira sem kallast inflúensuveirur. Þessum veirum má skipta í fjóra flokka: A, B, C og D. Inflúensa C veldur vægum veikindum og inflúensa D veldur ekki sjúkdómi í mönnum. Þannig er mesta áherslan lögð á inflúensu A og B. Inflúensa A er algengasti orsakavald...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru flugurnar á veturna?

Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er höfuðborg Brasilíu?

Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð. Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskrá...

category-iconLæknisfræði

Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?

Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. Ljósabekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geislarnir. En það eru UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í só...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er rukkað fyrir niðurhal erlendis frá á Íslandi en ekki í öðrum löndum?

Hér er átt við það sem kallað er „download“ á ensku og hefur verið nefnt niðurflutningur í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Orðið er haft um það þegar tölvunotandi sækir gögn út á veraldarvefinn eða alnetið og kemur þeim fyrir í eigin tölvu eða á eigin vinnusvæði. Ástæða þess að íslenskar netveitur rukka sérsta...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?

Félagslegar, sögulegar og trúarlegar ástæður valda því að Tsjetsjenar eru miklir stríðsmenn. Hugrekki þeirra er við brugðið, en mannslífið er ekki mikils virði í þeirra augum. Þeir hafa nær alltaf átt í blóðugum átökum við nágranna sína og þá sem hafa lagt þá undir sig. Rússar, en á undan þeim Persar og Tyrkir, ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...

category-iconLögfræði

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?

Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju koma stírur í augun?

Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök. Venjulega ...

Fleiri niðurstöður