Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2083 svör fundust
Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?
Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...
Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum?
Mönnum er eðlilegast að hreyfa sig við yfirborð jarðar þar sem þyngdarhröðun er yfirleitt nokkurn veginn hin sama, eða um 9,8 m/s2. Sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. Þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut er síðan massinn sinnum þyngdarhröðunin:Þ = m g Þegar hlutur er kyrrstæður verkar þessi kraftur á hann en j...
Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?
Ímyndum okkur mann sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi. Hann á enga að og sýnt þykir að bæði honum sjálfum og starfsfólkinu sem annast hann yrði það líkn og léttir ef hann fengi að deyja. Á þessi maður ekki rétt á því að honum sé hjálpað til þess að deyja ef hann biður um það? Það þykir að minnsta kosti ...
Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?
Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...
Hvar hafa leifar um víkinga varðveist?
Þegar fjallað er um leifar eftir víkinga þarf fyrst að ákveða hvað við er átt með hugtakinu víkingur. Í íslenskum miðaldaritum hefur orðið alltaf þrönga merkingu, það þýðir "sæfari, sjóræningi" og er fyrst og fremst notað um norræna menn þó að merkingin virðist ekki endilega bundin þjóðerni. "Víkingur" er með öðru...
Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...
Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?
Þótt Ítalía sé ekki ýkja stórt land er þar að finna nær allar tegundir eldvirkni og eldfjalla sem þekkjast á jörðinni. Íbúum Ítalíu stafar stöðug ógn af þessum eldfjöllum, en á sama tíma njóta þeir góðs af tilvist þeirra þar sem til eldfjallanna má rekja bæði frjósaman jarðveg og mikið streymi ferðamanna. Aðge...
Getið þið sagt mér allt um hrúðurkarla?
Hrúðurkarlar eru öllum fjöruförum að góðu kunnir enda með mest áberandi dýrum í fjörum hérlendis. Það sem öllum er kannski ekki ljóst er að hrúðurkarlar eru krabbadýr (Crustacea) líkt og til dæmis krabbar, humrar, rækjur og margfætlur. Hrúðurkarlar eru flokkaðir innan hóps skelskúfa (Cirripedia) og eru sennile...
Hvað er það sem ákvarðar vindátt?
Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...
Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?
Sæotrum var fyrst lýst með vísindalegum hætti í feltbókum náttúrufræðingsins Georgs Stellers frá 1751 og komu einnig fyrir í Systema Naturae, riti Carls Linnaeus frá 1758. Upphaflega var tegundin nefnd Lutra marina á fræðimáli en hefur gengið í gegnum fjölmargar nafnabreytingar síðustu 250 árin. Nú ber tegundin h...
Hvenær var Þales fyrst kallaður heimspekingur?
Spurningin í heild sinni var svona:Í svari vefjarins við spurningu um Þales frá Míletos segir: „Heimspeki er iðja sem menn hafa stundað, að því er vestræn menningarsaga hermir, í 2500 ár, með 1000 ára hléi yfir hörðustu miðaldir. Þessi iðja varð til í Grikklandi hinu forna. Fyrsti heimspekingurinn er talinn Þales ...
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...
Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?
Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...
Hvenær var farið að nota reiðhjól á Íslandi?
Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. Ein kona...