Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 120 svör fundust
Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?
Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr. Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007). Ekki er með fullu ljóst hvernig daga...
Hvers konar veirur eru fagar?
Upprunalega spurningin var: Hvað eru gerilveirur og hver er virkni þeirra? Gerill er gamalt orð yfir bakteríu og gerilveira er því veira sem sýkir bakteríu. Slíkar veirur eru oftast kallaðar fagar (e. bacteriophages, phages). Fagar hafa verið þekktir lengi og sumir þeirra hafa reynst mikilvægir við rannsók...
Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...
Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?
Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má...
Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?
Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...
Hvers konar rit er Heimskringla?
Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...
Hvaða eiginleika hafa kjötmjölskögglar sem áburður?
Kjötmjöl það sem framleitt er hér á landi er í raun kjöt- og beinamjöl. Mjölið er framleitt úr bæði sláturúrgangi og beinum stórgripa og sauðfjár. Í svarinu verður mjölið kallað kjötmjöl til einföldunar. Efnainnihald og leysni Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugu...
Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?
Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...
Hvað er sjálfbær orkunýting?
Orðið „sjálfbær“ er þarna notað í svipaðri merkingu og þegar talað er um „sjálfbæra þróun“, sjá prýðilegt svar Ólafs Páls Jónssonar um það efni: Hvað merkja orðin sjálfbær þróun? Hér verður hins vegar rætt sérstaklega um nýtingu orkunnar eftir orkulindum. Jarðefnaeldsneyti Orkunýting mannkynsins á síðustu öldu...
Hvernig verða eyðimerkur til?
Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...
Hvað getur það sagt okkur um möttulstrókinn undir Íslandi ef nýleg kvika á Reykjanesskaga líkist kviku úr Kötlu og Grímsvötnum?
Stutta svarið Möttullinn undir Reykjanesskaga er grein af Íslands-möttulstróknum (2. mynd). Nákvæm skoðun á 30 tímasettum sýnum úr 2021-hrauninu við Fagradalsfjall (3. mynd) sýnir að jarðmöttullinn undir Reykjanesskaga, sem hraunbráðin hefur bráðnað úr, er misleitur, að minnsta kosti á smáum skala, og sama á þ...
Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?
Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...
Prumpa hvalir og losa þeir þá mikið af metangasi sem veldur hlýnun jarðar?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi. Langflest spendýr o...
Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?
Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...
Hver var Trausti Einarsson og hvert var framlag hans til jarðvísinda?
Trausti Einarsson (1907–1984)[1] fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann 1927 með þeim árangri að hann hlaut einn af fjórum „stóru styrkjum“ menntamálaráðuneytisins til framhaldsnáms. Doktorsgráðu í stjörnufræði hlaut hann 1934 frá háskólanum í Götti...