Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 972 svör fundust
Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?
Orðið töffari hefur fleiri en eina merkingu. Það er haft um þann sem klæðir sig á áberandi hátt og er þá notað svipað og stælgæi. En það er einnig notað um þann sem lætur mikið á sér bera á ákveðnu sviði, vill ganga í augun á félögunum. Hann er sem sagt kaldur karl eða svalur náungi. Íslenska á afar mörg orð no...
Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?
Eins og fram kemur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? þá vaxa neglur mjög hægt, að meðaltali 0,1 mm á dag. Vaxtarhraðinn er þó breytilegur, til dæmis eftir því hvort um er að ræða neglur á tám eða fingrum, eftir árstíðum, aldri og kyni. Einnig geta sjúkdómar haft áhrif á hversu hra...
Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór?
Þrátt fyrir að gríðarlegur stærðarmunur sé á sólinni og tunglinu spanna þau nánast jafnstór horn á himninum eða um hálfa gráðu. Eftir því sem best er vitað er hér einungis um tilviljun að ræða. Til að reikna hornspönn hlutar á himninum má nota eftirfarandi formúlu:a = (57,3 * D) / dþar sem a stendur fyrir horns...
Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?
Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...
Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?
Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...
Hver eru einkenni krabbameina í endaþarmi?
Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra illkynja æxla á Íslandi. Þau eru algengari meðal karla en kvenna. Aldursstaðlað nýgengi var 8,2 af 100.000 hjá körlum á tímabilinu 2006-2010, en 6,6 af 100.000 hjá konum. Þessi krabbamein hafa ekki verið eins algengt á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Skýring þess...
Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?
Framtíð mannanna hefur verið dálítið misjafnlega björt á undanförnum áratugum. Um tíma héldu ýmsir að mannkynið kynni að tortíma sjálfu sér með kjarnorkustyrjöldum en nú hafa flestir líklega ekki trú á því. Og þó að vel geti farið svo að mönnum verði á alvarleg mistök í umhverfismálum þurfa þau engan veginn að lei...
Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?
Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...
Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?
Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...
Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?
Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fæ...
Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?
Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...
Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?
Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipuðum þeim sem notast er við í nútímaskylmingum. Fyrr á öldum börðust menn með ý...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Eru fótboltameiðsli mjög algeng og hver eru algengustu meiðslin hjá knattspyrnumönnum?
Til þess að svara því hvort meiðsli séu algeng í knattspyrnu þurfum við að setja okkur einhver viðmið. Hvað teljum við að sé algengt og við hvað á að miða? Hvernig eigum við til dæmis að geta borið saman ólíkar íþróttagreinar með tilliti til tíðni meiðsla? Það er ekki nóg að telja meiðslin og bera saman milli grei...
Hver eru talin vera áhrif hlýnunar jarðar á veðurfar á Íslandi?
Sumir hefðu kannski haldið að þessi spurning væri óþörf af því að hlýnunin verði jafnmikil alls staðar og áhrif hennar þau sömu. En svo er alls ekki því að rannsóknir sýna glöggt að hlýnun er og verður mismikil eftir stöðum á jörðinni. Auk þess hefur sama hlýnun (í gráðum talið) gerólík áhrif eftir því hvort við e...