Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 398 svör fundust
Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?
Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...
Hver er munurinn á kommúnista og femínista?
Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínista né kommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til a...
Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?
Orðið töffari hefur fleiri en eina merkingu. Það er haft um þann sem klæðir sig á áberandi hátt og er þá notað svipað og stælgæi. En það er einnig notað um þann sem lætur mikið á sér bera á ákveðnu sviði, vill ganga í augun á félögunum. Hann er sem sagt kaldur karl eða svalur náungi. Íslenska á afar mörg orð no...
Af hverju heita legsteinar þessu nafni?
Legsteinar í japönskum grafreit í Broome í Ástralíu. Orðið leg hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er 'staður sem eitthvað liggur á eða í'. Talað er um að menn fái leg í kirkjugarði þegar þeir eru grafnir, það er stað þar sem þeir eru lagðir til hvílu. Við þann stað er oft legsteinn, minningarsteinn þar ...
Hvort er meira af beini eða brjóski í nefinu?
Ytri hluti nefs eða sá hluti þess sem skagar út í loftið er bæði gerður úr beini og brjóski. Beinhlutinn er harður og samanstendur aðeins af tveimur smágerðum nefbeinum ofarlega sitt hvoru megin við miðlínu nefs að framanverðu. Að öðru leyti er nefið úr brjóski sem tekur við af nefbeinunum að framan. Brjóskhlutinn...
Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?
Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tísk...
Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því?
Lyktarskynið getur tapast skyndilega til dæmis við högg á höfuðið, sérstaklega við harkalegan skell á enni eða hnakka. Lyktartaugarnar ganga í gegnum þunna beinplötu sem skilur að nefhol og heilahvolf. Við þungt högg getur þessi beinplata brotnað og lyktartaugarnar rofnað. Slíkur skaði er varanlegur og mun þetta ...
Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?
Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...
Hvað er kynlíf? - Myndband
Hugtakið kynlíf (e. sexuality) hefur mjög víðtæka merkingu. Íslenska orðið er samsett úr tveimur orðum, kyn og líf, og er ljóst af því að það höfðar til þess hvaða lífi við lifum sem kynverur. Í því felst hvaða augum við lítum á okkur sjálf sem kona eða karl, afstöðu okkar til kynlífsmála, hvernig við hegðum okkur...
Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!
Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er ...
Hvenær fæddist Astrid Lindgren og hvað hefur hún skrifað margar bækur?
Hér er hægt að hlusta á lög úr bíómyndum sem gerðar hafa verið eftir sögum Astridar Lindgren. Astrid Lindgren fæddist þann 14. nóvember árið 1907 á bænum Näs nálægt Vimmerby í Smálöndum í Svíþjóð.En þá hét hún ekki Astrid Lindgren heldur Astrid Anna Emilia Ericsson. Það var ekki fyrr en árið 1931,...
Hvernig lifa slímálar?
Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...
Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?
Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðe...
Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?
Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...
Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?
Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...