Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 789 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?

Svarið við þessari spurningu er nei. Lundabyggðir eru nánast allt í kringum landið þó stærsta lundabyggð landsins sé í Vestmannaeyjum. Lundabyggðir við strendur Íslands skipta hundruðum og hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra. Nokkrar lundabyggðir eru við Reykjavík og eru sumar þeirra mjög stórar, til dæmi...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?

Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er rauður litur jólanna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða halastjarna er með lengstan hala?

Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp...

category-iconStjórnmálafræði

Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?

Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?

Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...

category-iconHeimspeki

Hvað eru vísindi?

Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verkar sjónvarp?

Rafeindabyssa í myndlampa sjónvarpsins skýtur rafeindum á skjáinn og þar sem rafeindirnar lenda lýsist skjárinn upp og við sjáum ljós. Til þess að þetta gangi upp þarf skjárinn að vera húðaður að innan með efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir skella á því. Til að fá svarthvíta myn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu?

Orðið buxur er tökuorð í íslensku úr miðlágþýsku boxe, buxe sem aftur var líklega samandregið úr bocks-hose, þ.e. 'buxur úr geithafursskinni'. Það er þekkt frá 16. öld. Upphafleg merking er líklega 'skálmaflík' og ástæðan fyrir fleirtölunni er sú að flíkin hafði tvær skálmar. Margir biðja um einar eða tvennar b...

category-iconLögfræði

Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?

Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt. Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að v...

Fleiri niðurstöður