Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 634 svör fundust
Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?
Fossvogsdalur er dalurinn inn af Fossvogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Fossinn hét Hangandi, en er nú horfinn því “tímans tönn hefur unnið á mjúku móberginu sem...
Í íslensku er áherslan alltaf á fyrsta atkvæði orðs, eru til einhver orð í íslensku þar sem áherslan er ekki á fyrsta atkvæði?
Atkvæði í orði hafa mismunandi áherslu. Í íslensku er reglan sú að aðaláhersla er á fyrsta atkvæði orðs en aukaáhersla kemur oft á síðari lið samsetts orðs. Þannig er aðaláhersla á fyrra atkvæði í orðinu 'skóli. Í 'skólastjóri er aðaláherslan á fyrsta atkvæði (skól-) og aukaáhersla á fyrsta atkvæði í síðari samset...
Hvað þýðir að tilgangurinn helgi meðalið?
Orðið meðal hefur tvær merkingar. Það merkir annars vegar ‛lyf, læknislyf’ en hins vegar ‛aðferð, ráð’. Það er síðari merkingin sem er að baki málshættinum tilgangurinn helgar meðalið. Átt er við að tilgangurinn réttlæti þau ráð sem gripið er til eða þá aðferð sem notuð er til einhvers. Meðal í merking...
Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?
Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...
Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?
Menn greinir ekki á um hvort gler sígi eða ekki. Staðreynd málsins er sú að gler er undirkældur vökvi sem lætur undan þyngdarkraftinum með því að síga á löngum tíma. Frá þessu er bæði greint í svari undirritaðs við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? á vísindavefnum og í svari við sp...
Hvenær er þingrof réttlætanlegt?
Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágrei...
Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu?
Orðið buxur er tökuorð í íslensku úr miðlágþýsku boxe, buxe sem aftur var líklega samandregið úr bocks-hose, þ.e. 'buxur úr geithafursskinni'. Það er þekkt frá 16. öld. Upphafleg merking er líklega 'skálmaflík' og ástæðan fyrir fleirtölunni er sú að flíkin hafði tvær skálmar. Margir biðja um einar eða tvennar b...
Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“. Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. ...
Hvers konar glóð er átt við þegar við fáum glóðarauga?
Orðið glóðarauga er sett saman úr orðunum glóð ‘eldur sem hefur læst sig gegnum eldsneyti en bálar ekki eða skíðlogar’ og auga. Glóðarauga fær merkingu sína ‘auga marið eða blóðhlaupið eftir högg’ vegna litarins sem þykir minna á glóð í eldstæði sem kemur fram í ýmsum litarafbrigðum eins og mar í kringum auga. ...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?
Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld, en margir fornleifafundir sýna að mikil samskipti voru milli Rómverja og Danmerkur á þeim tímum. Rúnirnar eru auðsjáanlega mótaðar af manni sem kunni latínustafrófið þótt ekki séu allar þangað sót...
Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?
Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...
Hver er orðaforði íslenskrar tungu og hver er orðaforði fullorðins einstaklings að jafnaði?
Um orðaforða íslenskrar tungu má lesa í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg orð í íslensku?. Með orðaforða einstaklings er átt við þau orð sem hann hefur á valdi sínu. Greint er á milli virks orðaforða og óvirks. Með virkum orðaforða er átt við þau orð sem einstaklingur notar en til óvirks ...
Hvað er rót nafnorða?
Rót er minnsti orðhluti sem ber orðasafnsmerkingu, það er merkingu sem geymd er í minninu í eins konar orðasafni. Sem dæmi má nefna að í orðunum glaður, glaðlegur, glaðna, glaðvær er rótin glað-. Lýsingarorðið glað-ur er þá myndað af rót ásamt beygingarendingu, glað-legur af rót ásamt viðskeyti, sögnin glað-n-a af...
Af hverju eru Hafnfirðingar stundum kallaðir Gaflarar?
Svo virðist sem orðið Gaflari sé bundið Hafnarfirði og að Gaflari sé þá samheiti við Hafnfirðingur. Orðið má rekja aftur til kreppuáranna á milli stríða þegar litla vinnu var að fá og menn í Hafnarfirði biðu við gafla tveggja húsa eftir því hvort einhvern eða einhverja þyrfti til vinnu þann daginn. Orðið gafl merk...