Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2513 svör fundust
Er skjaldarmerkið framan eða aftan á krónunni?
Skjaldarmerkið er hvorki framan á né aftan á íslensku einnar krónu myntinni. Á framhliðinni er mynd af bergrisa úr landvættamerkinu, en á bakhlið er þorskur. Á 5, 10, 50 og 100 króna peningum eru allar landvættirnar fjórar á framhliðinni en ekki skjaldarmerkið. Hins vegar var algengt að hafa skjaldarmerkið á ...
Hvað er Reykjavík margir metrar?
Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...
Hversu hár var minnsti maður á Íslandi?
Í fróðlegu svari Árna V. Þórssonar við sömu spurningu kemur fram að ekki er vitað með vissu hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Hins vegar er lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um hollenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi árið 1876 e...
Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?
Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki. Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskó...
Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?
Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...
Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?
Starfsfólk Vísindavefsins þarf ekki endilega að hafa margar bækur við höndina til að svara spurningum. Við erum auðvitað með ýmis uppflettirit, orðabækur, alfræðirit og fleira og ef okkar vantar sérstaklega bækur getum við auðveldlega fengið þær að láni hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Þegar við svö...
Hvar finnst blæösp á Íslandi?
Blæösp (Populus tremula) finnst einkum í Mið- og Norður-Evrópu og Asíu. Íslenska blæöspin hefur fundist villt á sex stöðum á landinu. Erlendis getur blæöspin orðið 10-25 m há, en hefur hæst mælst 13 metrar hér á landi. Blæöspin hefur aðeins fundist villt á sex stöðum á Íslandi. Tveimur stöðum á Norðurlandi og fj...
Hver er uppruni íslenska hestsins?
Íslenski hesturinn er kominn frá Noregi og þaðan frá Mongólíu. Þetta kemur fram í ýtarlegu svari Stefáns Aðalsteinssonar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? Íslenskur hestur í haga. Sameindalíffræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á þennan skyldleika og hann kemur líklega ekki á óvart ef v...
Hvernig eiga menn undir högg að sækja?
Orðtakið að eiga undir högg að sækja kemur ekki fyrir í fornum textum. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í orðatakasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830. Í þessum bardaga eiga margir undir högg að sækja! Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, ræðir ...
Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla? - Myndband
Í tilefni af 900 ára afmæli Bologna-háskóla árið 1988 var gefin út yfirlýsing um siðferðilegar skyldur evrópskra háskóla, svokölluð Magna Charta Universitatum. Um átta hundruð háskólar hafa nú skuldbundið sig til að starfa samkvæmt henni og er Háskóli Íslands þar á meðal. Yfirlýsingin er í þremur hlutum sem fjalla...
Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!
Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er ...
Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?
Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...
Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?
Bærinn Gemlufall er í Mýrahreppi í V-Ísafjarðarsýslu norðan Dýrafjarðar. Gemla er hæsti hnjúkurinn á fjallinu ofan við bæinn (724 m). Orðið gemla gat merkt ,veturgömul ær' og síðar ,gamalær' eða ‚gömul tönn‘. Merking bæjarnafnsins gæti því verið ‚ærfall‘, að þar hafi gemla fallið, svo líklegt sem það kann að þykja...
Hvaða fyrirbæri á himninum skín svona skært á kvöldin um þessar mundir?
Það er reikistjarnan Venus sem er bjartasta stjarnan á himninum á kvöldin frá janúar og fram í síðari hluta marsmánaðar vorið 2009. Sagt er að hún sé kvöldstjarna því hún er á lofti við sólarlag og sest nokkru síðar. Meira má lesa reikistjörnuna Venus í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Sést Venu...
Hvernig líta ormar út að innan?
Ormalaga dýr af ýmsum ættum og tegundum hafa innyfli líkt og önnur dýr, til að mynda æðakerfi til að miðla súrefni til vefja og umfangsmikinn meltingarveg. Ef við beinum athyglinni að best þekktu ormunum í náttúru Íslands, ánamöðkum (oligochaeta), þá hafa þeir fjölmörg líffæri eins og sjá má á eftirfarandi yfirlit...