Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1240 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?

Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er siðferðisgrundvöllur ríkisrekinna fjölmiðla og skylduáskriftar?

Engin algild rök mæla með skylduáskrift að fjölmiðlum, heldur verður að leita sögulegra skýringa til að átta sig á því að hún tíðkast hjá allmörgum þjóðum í okkar heimshluta. Í svarinu eru rakin helstu rök þeirra sem takast á um þessi mál og í lokin er farið yfir líklegustu kosti í þróuninni á næstu árum. Reyndar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?

Erfitt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa að skilja er heila- og mænusigg s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?

Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjö...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er póstmódernismi?

Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?

Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...

category-iconHugvísindi

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?

Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...

category-iconHeimspeki

Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?

Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Mori...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru: Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae) Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyj...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?

Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?

Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur íslenska landnámshænan sérstakt fræðiheiti?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem nytjahænur hafa latínuheitið Gallus Domesticus, hefur þá „gamla“ íslenska hænan eitthvert annað nafn, til dæmis Gallus Domesticus Islandicus? Nytjahænsni nútímans eru komin af svonefndum bankívahænsnum (Gallus gallus) en það er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?

Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn? Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirl...

Fleiri niðurstöður